Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 84
8
nefna tæknifrjóvgun, genalækningar og starfsemi gagna- og líf-
sýnabanka, sem og öryggi lækningatækja og annarra nýrra með-
ferðarmöguleika. Samandregið má segja að hugtakið heilbrigð-
isréttur virðist vera að ná nokkurri fótfestu sem nokkurs konar yf-
irheiti réttarsviðsins sem taki til allra þeirra viðfangsefna sem hér
hafa verið nefnd.23 Í Evrópu hefur tilvist tímaritsins European Journ-
al of Health Law sem stofnað var 1994 og samtakanna European Asso-
ciation of Health Law sem stofnuð voru árið 2007 e.t.v. haft nokkuð að
segja um þessa þróun.24
Rannsókn á fræðilegri orðræðu á Norðurlöndunum og í Evrópu
(enskumælandi heimildir) varðandi skilgreiningu heilbrigðisréttar
sýnir að ekki er unnt að segja að til sé einhver ein algild og óum-
deild skilgreining á umfangi þessarar sérstöku undirgreinar lög-
fræðinnar. Mismunandi höfundar skilgreina hana með mismunandi
hætti. Í riti sínu Helserett hefur Asbjorn Kjønstad lýst því þannig að
heilbrigðisréttur samanstandi af fimm höfuðþáttum: Reglum sem
varði heilbrigðisstofnanir, reglum sem varði einstaka sjúkdóma eða
meðferðir, reglum sem varði lyf, reglum sem varði heilbrigðisstarfs-
menn og reglum sem varði sjúklinga.25 Efnistök Helle Bødker Mad-
sen í ritinu Sundhedsret gefa sambærilega mynd af umfangi heil-
brigðisréttar.26 Mette Hartlev telur að svið heilbrigðisréttar nái yfir
verkefni og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu, eftirlit með heil-
brigðisstarfsmönnum, réttindi, skyldur og ábyrgð heilbrigðisstarfs-
manna og réttindi sjúklinga.27 Það einkennir reyndar nokkuð hina
norrænu nálgun að umfjöllun um fjármögnun heilbrigðisþjónustu
er sem slík ekki áberandi, en það helgast vitaskuld af því að í hinum
norrænu velferðarsamfélögum hefur það að meginstefnu til verið
hið opinbera sem veitir heilbrigðisþjónustu og fjármagnar hana í
23 Sjá t.d. Sjef Grevers: „Health Law in Europe: From the Present to the Future“ og Mart-
in Buijsen: „The Concept of Health Law“. Einnig má hér vísa til bandarískra orðræðna um
skilgreiningu heilbrigðisréttar, sbr. t.d. Henry T. Greely: „Some Thoughts on Academic
Health Law“, Einer R. Elhauge: „Can health law become a coherent field of law?“ og Theo-
dore W. Ruger: „Health Law‘s Coherence Anxiety“.
24 Þar með er ekki sagt að þeir sem enn nálgist viðfangsefnin út frá hugtakinu „lögfræði
læknavísinda“ eða „lögfræði heilbrigðisþjónustu“ hafni þeirri útvíkkun viðfangsefna sem
átt hefur sér stað. Í breskum rétti er t.d. enn rík hefð fyrir því að nota hugtakið „medical
law“ um námskeið og kennslubækur á sviði heilbrigðisréttar, þótt áherslur hafi víkkað út
með þeim hætti sem hér hefur verið lýst, sbr. t.d. Ian Kennedy og Andrew Grubb: Medical
Law. 3. útg., Oxford University Press, Oxford 2006 og Andrew Grubb, Judith Laing og Jean
McHale (ritstj.): Principles of Medical Law. Oxford University Press, Oxford 2010.
25 Asbjorn Kjønstad: Helserett, bls. 23.
26 Helle Bødker Madsen: Sundhedsret. Jurist og Økonomforbundets Forlag, Kaupmanna-
höfn 2007.
27 Mette Hartlev: „Respekt og beskyttelse i sundhedsretten”. Í ritinu Carsten Henrichsen,
Steen Rønsholdt and Peter Blume (ritstj.), Forvaltningsretlige perspektiver. Jurist og Økonom-
forbundets Forlag, Kaupmannahöfn 2006, bls. 495-522, á bls. 496.