Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 32
0
niður þótt notkun hins leigða stöðvaðist vegna tjóns eða bilunar á því.
Samkvæmt þessu hafi því ekkert samhengi verið milli greiðslna K og af-
nota hans af samningsandlaginu. Ennfremur er vísað til þess að reglur skil-
málanna um uppgjör vegna riftunar samrýmdust á engan hátt reglum um
uppgjör við slit fjármögnunarleigusamnings, enda félli greiðsluskylda
ekki niður við riftun. Í dóminum er jafnframt vikið sérstaklega að því að
einn helsti skilsmunur kaupleigusamninga annars vegar og fjármögnunar-
leigusamninga hins vegar sé sá að með kaupleigusamningi eignist leigu-
taki þann hlut sem er andlag samningsins við lok samningstíma eða eigi
kauprétt að honum en við lok lágmarksleigutíma fjármögnunarleigusamn-
ings verði leigutaki ekki eigandi hlutarins án þess að til frekari samninga
komi. Greinarmunur í þessa veru hafi verið gerður í 13. gr. hinna almennu
skilmála í fjármögnunarleigusamningi aðila þar sem kveðið var svo á að
við lok lágmarkssamningstíma samningsins framlengdist hann um óákveð-
inn tíma væri honum ekki sagt upp. Skyldi leigutaki þá greiða ársfjórð-
ungslega leigugjald sem tilgreint var í 5. lið samningsins. K hélt því fram í
málinu að þrátt fyrir þetta samningsákvæði hafi verið samið um það frá
upphafi viðskipta sem þessara milli samningsaðila að K myndi eignast
tæki þau, sem fjármögnuð hafi verið með samningum aðila, í samningslok
gegn fyrir fram ákveðinni greiðslu. Þessi háttur hafi í raun ætíð verið hafð-
ur á í umfangsmiklum viðskiptum aðila. Niðurstaða Hæstaréttar varð sú
að með framlögðum gögnum hefði G fært sönnur á að þrátt fyrir texta 13.
greinar b. í samningi aðila frá 16. ágúst 2007 hefði verið um það samið að
K eignaðist umrædda vinnuvél gegn fyrir fram ákveðinni greiðslu í lok
samningstíma. Þá segir í dómi réttarins að þegar framangreind atriði séu
virt í heild verði að telja að þótt umræddur samningur frá 16. ágúst 2007
hafi verið nefndur fjármögnunarleigusamningur væri það heiti nafnið
tómt. Yrði að líta svo á að í raun hafi G veitt K lán til kaupa á vinnuvél sem
bankinn kaus að klæða í búning leigusamnings. Yrði því lagt til grundvall-
ar að hér hafi verið um að ræða lánssamning í skilningi VI. kafla laga nr.
38/2001. Af reifun tilvitnaðs dóms má ráða að við túlkun Hæstaréttar á
efni fjármögnunarleigusamningsins lítur rétturinn m.a. til þess sem
ætla má að felist í samningnum eða leiði af samningnum þótt ekki
komi fram berum orðum í skilmálum samningsins að samið hafi
Minnihluti Hæstaréttar (1 dómari) komst að gagnstæðri niðurstöðu og taldi samning-
inn vera um leigu. Í sératkvæðinu er m.a. á það bent að í atkvæði meirihlutans séu nefnd
atriði sem talin eru benda til þess að um kaupleigu sé að ræða en ekki fjármögnunarleigu.
Ekkert af þeim atriðum skipta máli að mati minnihlutans eins og nánar er rökstutt í sér-
atkvæðinu. Þá segir orðrétt: „Sá sem byggir á því að víkja eigi frá efni samnings og breyta
því frá því sem samningur kveður á um berum orðum, ber þungann af sönnunarbyrði um
atvik sem þessu eiga að valda. Varnaraðili hefur að mínum dómi ekki teflt neinu fram sem
getur haft þess háttar áhrif á samning málsaðila. [...] Engin lagarök standa til þess að mín-
um dómi að gefa samningi málsaðila, á forsendum sem tengjast þessu, annað efni en þeir
sjálfir gerðu. Það eru með öðrum orðum engin efni til að breyta meginefni samningsins,
sem báðir samningsaðilar voru sammála um hvert væri, úr því að vera um fjármögnunar-
leigu yfir í að vera um kaupleigu“.