Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 5
 Mannréttindadómstólsins. Sú þekking er hins vegar grundvallarfor- senda þess að aðildarríkin geti verið í fararbroddi við að tryggja þá vernd sem sáttmálinn kveður á um og þannig eftir atvikum dregið úr þörf borgaranna á því að leita til Strassborgar. Hvað varðar aðstöðuna hér á landi verður að telja að á skorti að dómstólar taki nægilegt tillit til dómaframkvæmdar Mannréttinda- dómstóls Evrópu í störfum sínum. Afar sjaldgæft er að dómstólar vísi beinlínis til dóma dómstólsins í forsendum sínum. Dómar Mannréttindadómstólsins eru vissulega ekki bindandi. Aftur á móti er ljóst að löggjafinn lagði til grundvallar við setningu laganna um Mannréttindasáttmála Evrópu að íslenskir dómstólar myndu hafa dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins til leiðsagnar við úr- lausn mála. Sú aðferð leiðir líka af þeirri lögskýringarreglu að túlka beri landsrétt til samræmis við þjóðarétt, sjá nánar Stjórnarskráin, Mannréttindasáttmáli Evrópu og meginreglur refsiréttar, bls. 16-20. Við túlkun dómstóla hér á landi á ákvæðum sáttmálans verður þannig ekki hjá því komist að gefa dómaframkvæmd Mannréttindadóm- stólsins gaum, enda er aðeins með því hægt að draga upplýsta ályktun um gildandi þjóðarétt við úrlausn mála, þar sem reynir á ákvæði sáttmálans sem einnig kunna að hafa áhrif við túlkun stjórn- arskrárákvæða á sviði mannréttinda. Af nýlegum úrlausnum Mann- réttindadómstólsins má jafnframt greina þá þróun að því meira sem litið hafi verið til ákvæða sáttmálans og dómaframkvæmdarinnar frá Strassborg við setningu laga og úrlausn dómstóla að landsrétti því meira svigrúm til mats fær aðildarríkið að jafnaði fyrir Mann- réttindadómstólnum, sjá til dæmis nýlegan dóm yfirdeildarinnar (e. Grand Chamber) frá apríl sl. í máli Animal Defenders International gegn Englandi. Loks skal getið að af framangreindum sjónarmiðum leiðir að mikilvægt er fyrir virkni nálægðarreglunnar hér á landi eins og annars staðar að innlendir fræðimenn leitist við að rannsaka og skrifa um dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins á íslensku og leggja mat á áhrif hennar á landsréttinn. Þeir lögfræðingar sem starfa á þessu sviði verða enda að hafa staðgóða þekkingu bæði á landsrétti og ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu til að raun- hæft sé að aðildarríki geti innt af hendi þá frumskyldu sína að tryggja borgurunum þá vernd sem sáttmálinn kveður á um. Róbert R. Spanó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.