Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 95
tíma.101 Nánar verður fjallað um þróun og meginreglur íslensks
heilbrigðisréttar og stöðu hans sem sjálfstæðs réttarsviðs að íslensk-
um rétti í næstu grein höfundar um efnið.
6. SAMANTEKT OG NIÐURSTÖÐUR
Norrænn heilbrigðisréttur byggir að grunnstofni til á hugmynd vel-
ferðarþjóðfélagsins að því leyti að lögð er áhersla á jafnan og al-
mennan aðgang allra að heilbrigðisþjónustu sem er fjármögnuð af
hinu opinbera. Á síðari árum hefur bæði einkarekstur og einkavæð-
ing þó aukist mjög á öllum Norðurlöndunum bæði þannig að einka-
aðilar veita þjónustu sem eftir sem áður er fjármögnuð af hinu opin-
bera en einnig þannig að þjónusta er veitt utan hins opinbera
heilbrigðiskerfis. Þótt heilbrigðisþjónusta utan hins opinbera heil-
brigðiskerfis sé bundin við einstakar undantekningar í Íslandi, s.s.
klíníska sálfræðimeðferð og stærstan hluta tannlækninga fullorð-
inna, hafa nýlega verið uppi áform um sjúkrahúsrekstur á einka-
réttarlegum forsendum.102 Sögulega hefur heilbrigðisrétturinn því
þróast frá einkaréttarlegu samningssambandi á milli heilbrigðis-
starfsmanns og sjúklings í þríhliða samband þar sem heilbrigðis-
starfsmaðurinn er í vinnuréttarlegu réttarsambandi við opinbera
eða einkarekna heilbrigðisstofnun, þar sem sjúklingurinn er annað
hvort í stjórnsýsluréttarlegu eða einkaréttarlegu réttarsambandi við
heilbrigðisstofnunina, en um samskipti sjúklings og heilbrigðis-
starfsmanns sín á milli gilda ítarlegar efnisreglur sem kveða á um
réttindi og skyldur aðila og eru óháðar eðli réttarsambandanna að
öðru leyti.
101 Hörður H. Helgason: „Informed consent for donating biosamples in medical research
– legal requirements in Iceland“ Í ritinu Garðar Árnason, Salvör Nordal og Vilhjálmur
Árnason (ritstj.), Blood and Data, Ethical, Legal and Social Aspects of Human Genetic Databases,
Háskólaútgáfan, Reykjavík 2004, bls. 127-133; Vilhjálmur Árnason: „Coding and Consent:
Moral Challenges of the Database Project in Iceland“. Bioethics 2004, bls. 27-49; Dögg Páls-
dóttir: „Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði“. Í ritinu Eggert Óskarsson o.fl. (ritstj.), Af-
mælisrit Guðmundur Ingvi Sigurðsson áttræður 16. júní 2002, Bókaútgáfan Blik, Seltjarnarnesi
2002, bls. 297-337; Páll Hreinsson: „Persónuvernd við vinnslu persónuupplýsinga í vís-
indarannsóknum á heilbrigðissviði“. Læknablaðið 2000, bls. 288-296; Guðmundur Ingvi Sig-
urðsson: „Eignarréttur að lífsýnum“. Í ritinu Eggert Óskarsson o.fl. (ritstj.), Afmælisrit Guð-
mundur Ingvi Sigurðsson áttræður 16. júní 2002, Bókaútgáfan Blik, Seltjarnarnesi 2002, bls.
419-430; Oddný Mjöll Arnardóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Viðar Már Matthíasson: „The
Icelandic Health Sector Database“. European Journal of Health Law 1999, bls. 307-362; Henri-
ette Roscam Abbing: „Central Health Database in Iceland and Patient‘s Rights“ European
Journal of Health Law 1999, bls. 363-371.
102 Sjá t.d. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/10/02/einkasjukrahus_i_mosfellsbae/,
skoðað 2. maí 2013.