Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 95

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 95
 tíma.101 Nánar verður fjallað um þróun og meginreglur íslensks heilbrigðisréttar og stöðu hans sem sjálfstæðs réttarsviðs að íslensk- um rétti í næstu grein höfundar um efnið. 6. SAMANTEKT OG NIÐURSTÖÐUR Norrænn heilbrigðisréttur byggir að grunnstofni til á hugmynd vel- ferðarþjóðfélagsins að því leyti að lögð er áhersla á jafnan og al- mennan aðgang allra að heilbrigðisþjónustu sem er fjármögnuð af hinu opinbera. Á síðari árum hefur bæði einkarekstur og einkavæð- ing þó aukist mjög á öllum Norðurlöndunum bæði þannig að einka- aðilar veita þjónustu sem eftir sem áður er fjármögnuð af hinu opin- bera en einnig þannig að þjónusta er veitt utan hins opinbera heilbrigðiskerfis. Þótt heilbrigðisþjónusta utan hins opinbera heil- brigðiskerfis sé bundin við einstakar undantekningar í Íslandi, s.s. klíníska sálfræðimeðferð og stærstan hluta tannlækninga fullorð- inna, hafa nýlega verið uppi áform um sjúkrahúsrekstur á einka- réttarlegum forsendum.102 Sögulega hefur heilbrigðisrétturinn því þróast frá einkaréttarlegu samningssambandi á milli heilbrigðis- starfsmanns og sjúklings í þríhliða samband þar sem heilbrigðis- starfsmaðurinn er í vinnuréttarlegu réttarsambandi við opinbera eða einkarekna heilbrigðisstofnun, þar sem sjúklingurinn er annað hvort í stjórnsýsluréttarlegu eða einkaréttarlegu réttarsambandi við heilbrigðisstofnunina, en um samskipti sjúklings og heilbrigðis- starfsmanns sín á milli gilda ítarlegar efnisreglur sem kveða á um réttindi og skyldur aðila og eru óháðar eðli réttarsambandanna að öðru leyti. 101 Hörður H. Helgason: „Informed consent for donating biosamples in medical research – legal requirements in Iceland“ Í ritinu Garðar Árnason, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason (ritstj.), Blood and Data, Ethical, Legal and Social Aspects of Human Genetic Databases, Háskólaútgáfan, Reykjavík 2004, bls. 127-133; Vilhjálmur Árnason: „Coding and Consent: Moral Challenges of the Database Project in Iceland“. Bioethics 2004, bls. 27-49; Dögg Páls- dóttir: „Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði“. Í ritinu Eggert Óskarsson o.fl. (ritstj.), Af- mælisrit Guðmundur Ingvi Sigurðsson áttræður 16. júní 2002, Bókaútgáfan Blik, Seltjarnarnesi 2002, bls. 297-337; Páll Hreinsson: „Persónuvernd við vinnslu persónuupplýsinga í vís- indarannsóknum á heilbrigðissviði“. Læknablaðið 2000, bls. 288-296; Guðmundur Ingvi Sig- urðsson: „Eignarréttur að lífsýnum“. Í ritinu Eggert Óskarsson o.fl. (ritstj.), Afmælisrit Guð- mundur Ingvi Sigurðsson áttræður 16. júní 2002, Bókaútgáfan Blik, Seltjarnarnesi 2002, bls. 419-430; Oddný Mjöll Arnardóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Viðar Már Matthíasson: „The Icelandic Health Sector Database“. European Journal of Health Law 1999, bls. 307-362; Henri- ette Roscam Abbing: „Central Health Database in Iceland and Patient‘s Rights“ European Journal of Health Law 1999, bls. 363-371. 102 Sjá t.d. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/10/02/einkasjukrahus_i_mosfellsbae/, skoðað 2. maí 2013.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.