Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 24
4.2.1 Eignaleigusamningar
Eignaleigusamningar í einhverri mynd hafa verið í boði hér á landi
frá árinu 1972 þó að viðskipti með slíka gerninga hafi verið mjög
lítil í upphafi meðal annars sökum verðbólgu. Fyrstu heildarlögin
um eignaleigusamninga hér á landi voru sett árið 1989, sbr. lög nr.
19/1989 um eignarleigusamninga. Í aðdraganda og kjölfar gild-
istöku laganna komu eiginleg eignaleigufyrirtæki fram á sjónar-
sviðið og árið 1990 voru starfandi fjögur slík fyrirtæki á Íslandi. Í
upphafi fjármögnuðu eignaleigufyrirtækin fyrst og fremst atvinnu-
tæki en á seinni hluta tíunda áratugarins urðu bílalán ein meginstoð
starfsemi þeirra.28 Frá því um og eftir aldamótin hafa slíkir samn-
ingar hins vegar verið gerðir til að fjármagna lausafé af flestu tagi
sem og fasteignir.
Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1989 um eignarleigusamn-
inga merkir hugtakið „eignarleiga“ í lögunum leigustarfsemi á
lausafé eða fasteignum þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða
gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma samkvæmt
sérstökum skilmálum um eignar- eða afnotarétt að lágmarksleigu-
tíma liðnum. Af ákvæðinu má ráða að til eignaleigu teljist fjármögn-
unarleigusamningar, kaupleigusamningar og rekstrarleigusamn-
ingar. Í almennum athugasemdum í frumvarpi til laga nr. 19/1989
kemur m.a. fram að telja verði eignaleigu mjög sérstakt leiguform
og þar af leiðandi hafi eignaleiga sérstaka stöðu „samningsréttar-
lega séð“, m.a. vegna þeirra sérstöku skilmála sem í samningum
þessum er að finna, eins og það er orðað í frumvarpinu.29
Lög nr. 19/1989 um eignarleigusamninga voru felld úr gildi með
lögum nr. 123/1992 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og
sparisjóði. Við gildistöku síðarnefndu laganna var eignaleiga gerð
að starfsleyfisskyldri starfsemi samkvæmt 9. gr., sbr. 2. gr. laganna.
Í 9. gr. laga nr. 123/1992 var eignaleiga skilgreind með sambæri-
legum hætti og í lögum nr. 19/1989.
Lög nr. 123/1992 voru felld úr gildi með lögum nr. 161/2002 um
fjármálafyrirtæki sem eru núgildandi lög um eignaleigustarfsemi.
Eignaleiga er í 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 skilgreind
þannig að um sé að ræða leigustarfsemi með lausafé eða fasteignir
þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigu-
gjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma. Í þessari breytingu á skilgrein-
ingu eignaleigu fólst að fellt var brott ákvæði um skilmála um eign-
28 Sjá nánar Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bank-
anna 2008, Viðauki 5, bls. 36-41. Viðaukinn er aðeins birtur í vefútgáfu á vefslóðinni http://
rna.is.
29 Alþt. 1988-1989, A-deild, þskj. 2 – 2. mál, bls. 28.