Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 24
 4.2.1 Eignaleigusamningar Eignaleigusamningar í einhverri mynd hafa verið í boði hér á landi frá árinu 1972 þó að viðskipti með slíka gerninga hafi verið mjög lítil í upphafi meðal annars sökum verðbólgu. Fyrstu heildarlögin um eignaleigusamninga hér á landi voru sett árið 1989, sbr. lög nr. 19/1989 um eignarleigusamninga. Í aðdraganda og kjölfar gild- istöku laganna komu eiginleg eignaleigufyrirtæki fram á sjónar- sviðið og árið 1990 voru starfandi fjögur slík fyrirtæki á Íslandi. Í upphafi fjármögnuðu eignaleigufyrirtækin fyrst og fremst atvinnu- tæki en á seinni hluta tíunda áratugarins urðu bílalán ein meginstoð starfsemi þeirra.28 Frá því um og eftir aldamótin hafa slíkir samn- ingar hins vegar verið gerðir til að fjármagna lausafé af flestu tagi sem og fasteignir. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1989 um eignarleigusamn- inga merkir hugtakið „eignarleiga“ í lögunum leigustarfsemi á lausafé eða fasteignum þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma samkvæmt sérstökum skilmálum um eignar- eða afnotarétt að lágmarksleigu- tíma liðnum. Af ákvæðinu má ráða að til eignaleigu teljist fjármögn- unarleigusamningar, kaupleigusamningar og rekstrarleigusamn- ingar. Í almennum athugasemdum í frumvarpi til laga nr. 19/1989 kemur m.a. fram að telja verði eignaleigu mjög sérstakt leiguform og þar af leiðandi hafi eignaleiga sérstaka stöðu „samningsréttar- lega séð“, m.a. vegna þeirra sérstöku skilmála sem í samningum þessum er að finna, eins og það er orðað í frumvarpinu.29 Lög nr. 19/1989 um eignarleigusamninga voru felld úr gildi með lögum nr. 123/1992 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði. Við gildistöku síðarnefndu laganna var eignaleiga gerð að starfsleyfisskyldri starfsemi samkvæmt 9. gr., sbr. 2. gr. laganna. Í 9. gr. laga nr. 123/1992 var eignaleiga skilgreind með sambæri- legum hætti og í lögum nr. 19/1989. Lög nr. 123/1992 voru felld úr gildi með lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki sem eru núgildandi lög um eignaleigustarfsemi. Eignaleiga er í 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 skilgreind þannig að um sé að ræða leigustarfsemi með lausafé eða fasteignir þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigu- gjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma. Í þessari breytingu á skilgrein- ingu eignaleigu fólst að fellt var brott ákvæði um skilmála um eign- 28 Sjá nánar Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bank- anna 2008, Viðauki 5, bls. 36-41. Viðaukinn er aðeins birtur í vefútgáfu á vefslóðinni http:// rna.is. 29 Alþt. 1988-1989, A-deild, þskj. 2 – 2. mál, bls. 28.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.