Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 69
réttur talið að slík hugtakanotkun gefi ótvírætt til kynna að lán sé í
íslenskum krónum með þeim rökstuðningi að engin þörf sé á að
kveða á um gengistryggingu ef lán sé í raun í erlendri mynt, sbr. mál
nr. 604/2010.82 Þá kunna einnig önnur hugtök, orðnotkun eða fram-
setning í skilmálum samnings að veita vísbendingar, eftir atvikum
með samanburðarskýringu við önnur ákvæði samnings, t.a.m.
orðalag vanefndaákvæða eða ef „valmynt“ samnings er skilgreind
sérstaklega, sbr. mál nr. 524/2011, 332/2012 og 19/2012.
Þá hefur Hæstiréttur einnig við mat á eðli lánsskuldbindingar
litið til tilgreiningar vaxta í viðkomandi samningsskilmálum. Ef
vextir miðast t.d. við LIBOR eða EURIBOR bendir það fremur til
þess að um lán í erlendri mynt sé að ræða enda hafa vextir af lánum
í íslenskum krónum aldrei verið skráðir á millibankamarkaði í
London eða á millibankamarkaði í aðildarríkjum Evrópska mynt-
bandalagsins, sbr. t.d. mál nr. 524/2011, 332/2012 og 19/2012. Ef vext-
ir miðast hins vegar við REIBOR, sem eru skráðir af Seðlabanka Ís-
lands samkvæmt 7. gr. reglna Seðlabankans nr. 177/2000 um við-
skipti á millibankamarkaði í íslenskum krónum, bendir það til hins
gagnstæða, þ.e. að um lán í íslenskum krónum sé að ræða. Tilgrein-
ing vaxta í skilmálum samnings er þó fjarri því einhlítur mælikvarði
á eðli skuldbindingarinnar og finna má dæmi um það í dómafram-
kvæmd Hæstaréttar að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að lán
sé eftir atvikum í íslenskum krónum eða erlendri mynt gagnstætt
því sem ætla mætti af vaxtaákvæðum viðkomandi samnings, sbr.
t.d. mál nr. 92/2010, 153/2010, 603/2010 604/2010, 30/2011, 31/2011 og
155/2011.
Ef finna má í samningsskilmálum lánsskuldbindingar ákvæði
sem heimilar myntbreytingu á viðkomandi skuldbindingu hefur
Hæstiréttur einnig litið til þessa við matið enda getur orðalag og
framsetning slíkra samningsákvæða gefið vísbendingu um eðli við-
komandi lánsskuldbindingar. Í máli nr. 155/2011 vísaði meirihluti
Hæstaréttar til þess, til stuðnings þeirri niðurstöðu að um lán í ís-
lenskum krónum væri að ræða, að glöggt kæmi fram í myntbreyt-
ingarákvæði lánssamningsins að tilteknir erlendir gjaldmiðlar væru
til viðmiðunar um höfuðstól skuldarinnar. Í málum nr. 3/2012 og
50/2012 varð niðurstaðan á hinn bóginn sú að um lán í erlendum
myntum væri að ræða þrátt fyrir að orðalag í myntbreytingarákvæð-
um í samningunum gæti bent til hins gagnstæða.83
Um þýðingu og vægi þeirra atriða, sem nefnd eru hér að framan,
við mat á eðli lánsskuldbindingar eru skiptar skoðanir innan Hæsta-
82 Sjá einnig til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málum nr. 92/2010, 153/2010 og 603/2010.
83 Í forsendum meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 3/2012 er raunar tekið sérstaklega fram að
ákvæði lánssamningsins um myntbreytingu sé með nokkuð öðrum hætti en í máli nr.
155/2011.