Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 69
 réttur talið að slík hugtakanotkun gefi ótvírætt til kynna að lán sé í íslenskum krónum með þeim rökstuðningi að engin þörf sé á að kveða á um gengistryggingu ef lán sé í raun í erlendri mynt, sbr. mál nr. 604/2010.82 Þá kunna einnig önnur hugtök, orðnotkun eða fram- setning í skilmálum samnings að veita vísbendingar, eftir atvikum með samanburðarskýringu við önnur ákvæði samnings, t.a.m. orðalag vanefndaákvæða eða ef „valmynt“ samnings er skilgreind sérstaklega, sbr. mál nr. 524/2011, 332/2012 og 19/2012. Þá hefur Hæstiréttur einnig við mat á eðli lánsskuldbindingar litið til tilgreiningar vaxta í viðkomandi samningsskilmálum. Ef vextir miðast t.d. við LIBOR eða EURIBOR bendir það fremur til þess að um lán í erlendri mynt sé að ræða enda hafa vextir af lánum í íslenskum krónum aldrei verið skráðir á millibankamarkaði í London eða á millibankamarkaði í aðildarríkjum Evrópska mynt- bandalagsins, sbr. t.d. mál nr. 524/2011, 332/2012 og 19/2012. Ef vext- ir miðast hins vegar við REIBOR, sem eru skráðir af Seðlabanka Ís- lands samkvæmt 7. gr. reglna Seðlabankans nr. 177/2000 um við- skipti á millibankamarkaði í íslenskum krónum, bendir það til hins gagnstæða, þ.e. að um lán í íslenskum krónum sé að ræða. Tilgrein- ing vaxta í skilmálum samnings er þó fjarri því einhlítur mælikvarði á eðli skuldbindingarinnar og finna má dæmi um það í dómafram- kvæmd Hæstaréttar að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að lán sé eftir atvikum í íslenskum krónum eða erlendri mynt gagnstætt því sem ætla mætti af vaxtaákvæðum viðkomandi samnings, sbr. t.d. mál nr. 92/2010, 153/2010, 603/2010 604/2010, 30/2011, 31/2011 og 155/2011. Ef finna má í samningsskilmálum lánsskuldbindingar ákvæði sem heimilar myntbreytingu á viðkomandi skuldbindingu hefur Hæstiréttur einnig litið til þessa við matið enda getur orðalag og framsetning slíkra samningsákvæða gefið vísbendingu um eðli við- komandi lánsskuldbindingar. Í máli nr. 155/2011 vísaði meirihluti Hæstaréttar til þess, til stuðnings þeirri niðurstöðu að um lán í ís- lenskum krónum væri að ræða, að glöggt kæmi fram í myntbreyt- ingarákvæði lánssamningsins að tilteknir erlendir gjaldmiðlar væru til viðmiðunar um höfuðstól skuldarinnar. Í málum nr. 3/2012 og 50/2012 varð niðurstaðan á hinn bóginn sú að um lán í erlendum myntum væri að ræða þrátt fyrir að orðalag í myntbreytingarákvæð- um í samningunum gæti bent til hins gagnstæða.83 Um þýðingu og vægi þeirra atriða, sem nefnd eru hér að framan, við mat á eðli lánsskuldbindingar eru skiptar skoðanir innan Hæsta- 82 Sjá einnig til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málum nr. 92/2010, 153/2010 og 603/2010. 83 Í forsendum meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 3/2012 er raunar tekið sérstaklega fram að ákvæði lánssamningsins um myntbreytingu sé með nokkuð öðrum hætti en í máli nr. 155/2011.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.