Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 30
8
samkvæmt fjármögnunarleigusamningum væri hjá þriðja aðila áður
en til samningssambandsins stofnaðist.43
Undir framangreind sjónarmið er að vissu leyti tekið í dreifi-
bréfi Fjármálaeftirlitsins til lánastofnana dagsettu 14. september
2010. Í bréfinu kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi lagt heildstætt
mat á rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamninga með hliðsjón
af þeim atriðum sem Hæstiréttur lagði til grundvallar við mat á eðli
kaupleigusamninganna í málum nr. 92/2010 og 153/2010. Niðurstaða
Fjármáleftirlitsins var sú að framangreindir eignaleigusamningar
„virðast innihalda ákvæði um vexti og uppgjör við riftun sem al-
mennt tíðkast ekki í leigusamningum heldur lánssamningum, auk
þess sem eignarhald samningsandlags er hjá þriðja aðila áður en til
samningssambands stofnast.“ Þá segir í bréfinu að lög nr. 161/2002
um fjármálafyrirtæki, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna, geri engan
greinarmun á eignaleigusamningum eftir því hvort leigutaki eða
leigusali eignist hið leigða við lok samningstímans. Í ljósi framan-
greinds beindi Fjármálaeftirlitið þeim tilmælum til lánastofnana að
á meðan ekki hafi endanlega verið skorið úr um hvort rekstrar-,
einka- og fjármögnunarleigusamningar falli undir gildissvið VI.
kafla vxl. og hvort þeir innihaldi óskuldbindandi gengistrygging-
arákvæði, skuli meðferð slíkra eignaleigusamninga vera með sama
hætti og kaupleigusamninga viðkomandi lánastofnana.45
Þau íslensku fjármálafyrirtæki, sem buðu upp á fjármögnunar-
leigu, kusu hins vegar að fara ekki eftir tilmælum Fjármálaeftirlits-
ins og bentu á að sitthvað væri með öðru móti hvað varðar fjár-
mögnunarleigusamninga samanborið við kaupleigusamninga sem
ætti að leiða til gagnstæðrar niðurstöðu en þeirrar sem komist var
að í málum nr. 92/2010 og 153/2010. Þau atriði, sem einkum var bent
á í þessu sambandi, var annars vegar að í lok síðustu leigugreiðslu
samkvæmt kaupleigusamningi skyldi leigusali gefa út afsal til
skuldara en slík sjálfkrafa eignaréttaryfirfærsla ætti sér ekki stað í
43 Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 19/1989 um eignarleigu
kemur m.a. fram að það sé fyrst og fremst vegna skattareglna sem reynst hafi nauðsynlegt
að skilgreina kaupleigu sérstaklega þannig að ljóst sé í lögum hver sé greinarmunurinn á
fjármögnunarleigu og hinni sérstöku tegund fjármögnunarleigusamninga, sem kaupleig-
an er innan þess flokks eignarleigusamninga. Verði hins vegar stefnt að því að gera skatta-
lega meðferð fjármögnunarleigu ætíð hina sömu, óháð því hvaða skilmálar eru í fjármögn-
unarleigusamningunum, verður hinn sérstaki greinarmunur, sem þar væri gerður á fjár-
mögnunarleigu og kaupleigu, óþarfur í lögum og myndi skýrast af samningnum sjálfum.
Gæti þá skilgreining á fjármögnunarleigu verið á þá leið að hún væri óháð því hvort eigna-
rétturinn flyttist til leigutaka eða ekki. Alþt. 1988-1989, A-deild, þskj. 2 – 2. mál, bls. 29.
Dreifibréfið er aðgengilegt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins á vefslóðinni http://www.
fme.is.
45 Fjármálaeftirlitið hefur heimild á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert
eftirlit með fjármálastarfsemi til að gefa út og birta opinberlega slík almenn leiðbeinandi
tilmæli um starfsemi eftirlitsskyldra aðila enda varði málefnið hóp eftirlitsskyldra aðila.