Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 15
 lægri en af lánum í íslenskum krónum, hvort sem miðað var við verðtryggt eða óverðtryggt lán. Taldi L að með þessu hafi bankinn sýnt fram á að skil- yrðum lokamálsliðar 2. gr. laga nr. 38/2001 væri fullnægt þar sem í ljósi reynslu síðustu fimm ára hafi samningsaðilar mátt ætla 30. mars 2007 að viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla væri skuldaranum til hagsbóta. Um þetta segir orðrétt í dómi Hæstaréttar: „Um þetta verður að gæta að því að reynslan sýnir ekki aðeins þegar til lengri tíma er litið að gengi ís- lensku krónunnar hefur farið lækkandi miðað við gengi algengustu er- lendu gjaldmiðla, heldur einnig að þessar gengisbreytingar hafa á stund- um komið í stökkum og ekki verið fyrirsjáanlegar með löngum fyrirvara. Láni í íslenskum krónum til fimm ára, sem bundið var við gengi erlendra gjaldmiðla, fylgdi því augljóslega töluverð áhætta, sem síðar kom í ljós að var í hæsta máta raunhæf, hvað sem leið reynslu af gengisviðmiðun á ná- kvæmlega fimm ára tímabili fyrir lántökuna með samningnum 30. mars 2007. Ekki verður litið svo á að fullnægt sé fyrrgreindu skilyrði um að víkja megi frá ákvæðum laga nr. 38/2001 til hagsbóta skuldara ef það frávik felur í sér slíka raunhæfa og verulega áhættu hans. Að öllu þessu virtu er þessi málsástæða sóknaraðila því haldlaus.“ Unnt er að taka undir niðurstöðu Hæstaréttar í þessum þætti málsins að öllu leyti. Sú sönnunarfærsla, sem viðhöfð var í málinu, var ekki til þess fallin að færa sönnur á að skilyrði lokamálsliðar 2. gr. vxl. væru uppfyllt. Með hliðsjón af afdráttarlausum dómafor- dæmum Hæstaréttar um skýringu á skilyrðum lokamálsliðar 2. gr. vxl. og þeirri staðreynd, að gengistryggð lán voru aðallega í boði á tiltölulega stuttu árabili á árunum fyrir banka- og efnahagshrunið, er erfitt að sjá fyrir, a.m.k. í tilviki skammtímalána, að raunhæft sé að beita undantekningarreglunni. Slíkum lánum fylgdi augljóslega raunhæf og veruleg áhætta. Í öllu falli þyrfti lánveitandi, sem héldi því fram að skilyrði lokamálsliðar 2. gr. vxl. væru uppfyllt, að afla matsgerðar dómkvadds matsmanns eða matsmanna, eftir atvikum, til stuðnings þeirri málsástæðu að slík lánakjör hefðu verið til hags- bóta fyrir skuldara. Þegar um lán til lengri tíma er að ræða er ljóst að sýna þyrfti fram á að skilyrðin væru uppfyllt með samanburði á þeim lánskjörum, sem lántaka stóðu til boða, í ljósi reynslu á löngu tímabili í samræmi við lánstíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.