Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 93

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 93
 bæði í opinberum rétti og einkarétti geti það ekki talist sjálfstætt réttarsvið, heldur hljóti ávallt að lifa við það að vera klofið í tvennt á grundvelli þeirrar gömlu tvíhyggju sem gerir ráð fyrir því að að- eins sé hægt að tilheyra öðru hvoru, einkarétti eða opinberum rétti. Þótt því sé ekki neitað að þessi skilmerki geti haft áhrif á réttarstöðu og túlkun í tilteknu falli innan réttarsviðsins, verður ekki talið að þau útiloki réttarsvið frá sjálfstæðri tilvist. Slík sýn fæli það t.d. í sér að Evrópurétturinn gæti ekki talist sjálfstætt réttarsvið, en því myndu líklega fáir mótmæla í dag. Nálgun nýrra réttarsviða er óhjákvæmilega bundin þeim álitaefnum og viðfangsefnum sem rísa í nútímasamfélagi, hvort sem þau tilheyra einkarétti eða opinberum rétti, en síðan taka við lögfræðilegar rannsóknir þar sem fræðileg orðræða leitast við að greina og skilja þær réttarheimildir, meg- inreglur og túlkunarsjónarmið sem til verða á réttarsviðinu. Slík ferli eru síkvik og lifandi og þess vegna breytingum háð í tíma og rúmi. Lögfræðileg viðfangsefni og lögfræðin sem fræðigrein verður ekki fryst í heildstætt tæmandi kerfi á einhverjum tilteknum tíma- punkti. Fræðasvið lögfræðinnar einkennist í síauknum mæli af uppbroti og endurmati á eldri hugmyndum um slíka skipulega heildstæða niðurröðun.95 Lögfræðin, eins og samfélagið, er einfald- lega að verða flóknari en svo að hægt sé að skilgreina réttarsviðin út frá því að tilheyra bara einni af þessum grunnflokkunum lögfræð- innar. Innan réttarsviðanna sjálfra er heldur ekki hægt að bregða mælikvarða einnar einstakrar meginreglu, einstakra formreglna eða einstaks vettvangs á það hvort um sé að ræða réttarsvið eða hvort tiltekið viðfangsefni tilheyri því.96 Rökum Helle Bødker Madsen fyrir því að heilbrigðisréttur geti ekki talist sjálfstætt réttarsvið verð- ur því hafnað hér. Eins og fjallað var um í kafla 2 hér að framan verða skilmerki þess að nýtt sjálfstætt réttarsvið hafi stofnast oft talin tvennskonar, þótt þau séu í raun nátengd. Fyrra skilmerkið er spurningin um það hvort myndast hafi þekkingarlegur grundvöllur undir réttarsviðið sem bindur það saman í einhverskonar heild en seinna skilmerkið lýtur að því hvort fræðigreinin er almennt kennd við háskóla, hvort til eru fræðatímarit og fræðafélög helguð fræðigreininni og jafnvel hvort í háskólum hafi verið stofnað til sérgreindra akademískra 95 Kaarlo Tuori: Ratio and Voluntas: The Tension Between Reason and Will in Law, bls. 161- 162. „No longer at issue is the unity of the entire legal order, its total coherence, but, in so far as coherence in general remains a relevant goal, merely local coherence.“ Sjá einnig Kaarlo Tuori: „Fragmentation or coherence? Biomedicine as a field of law and a legal discipline“, erindi flutt á Nordic Network for Research in Biomedical Law II Biennial Meeting, 5. júní 2008, óbirt en til í vörslu höfundar. 96 Sjá t.d. ítarlega greiningu í Theodore W. Ruger: „Health Law‘s Coherence Anxiety“, bls. 625-648.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.