Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 102
00
Af þessu tilefni vil ég benda á eftirfarandi:
Í fyrsta lagi hélt ég því einungis fram að sú endurskoðun sem var
talin veigamikil 1944 hefði „þegar átt sér stað“. Viðbrögð Guðna
byggjast því öðrum þræði á misskilningi. Ef til vill hafa orð mín um
þetta ekki verið nægjanleg skýr, en hér eftir þarf ekki að efast.
Í öðru lagi byggði ég mín viðhorf á breytingasögu lýðveldis-
stjórnarskrárinnar sem ekki verður deilt um. Viðhorfin byggjast því
á „traustum stoðum“ andstætt því sem Guðni heldur fram. Sagan er
í öllum aðalatriðum sú að 1944 var sett stjórnarskrá. Á þeim sjötíu
árum sem liðin eru frá setningu hennar hafa sjö sinnum verið gerð-
ar á henni breytingar og ýmsir þættir hennar verið teknir til endur-
skoðunar. Þannig hefur kosningafyrirkomulagi, skipulagi Alþingis
og mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar verið breytt í grund-
vallaratriðum. Engin raunveruleg tilraun hefur nokkru sinni átt sér
stað til að endurskoða í einni svipan öll ákvæði stjórnarskrárinnar.
Þetta sýnir – hvað sem líður einstökum hugmyndum um eða í kring-
um 1944 – að engin þörf hefur verið talin á því að endurskoða stjórn-
arskránna í heild sinni, a.m.k. ekki með róttækum hætti.
Í þriðja lagi skiptir engu máli fyrir mín viðhorf hvaða nákvæmu
ummæli féllu á Alþingi árið 1944. Aðalatriði sögunnar eru það skýr.
Ummæli einstakra alþingismanna 1944 eru aukaatriði. Réttara væri
að kynna sér ummæli einstakra þingmanna eftir því sem frá leið
lýðveldisstofnun. Hér má t.d. vitna til ummæla Þorvaldar Garðars
Kristjánssonar þegar hann mælti árið 1984 fyrir nefndaráliti um
frumvarp það sem varð að stjórnarskipunarlögum nr. 65/1984. Með
þeim var gerð ein af mörgum breytingum sem hafa verið gerðar á
stjórnarskránni frá 1944. Við þetta tilefni sagði Þorvaldur:
Þetta er nú ekki nýtt mál, hvorki hér á Alþingi né annars staðar í okkar
þjóðlífi, því að sannleikurinn er sá, að allt frá stofnun lýðveldisins árið
1944 má segja að stjórnarskrármálið hafi verið á dagskrá. Þá var heitið
„heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar“, eins og það hefur gjarnan verið
orðað. Síðan hefur hver stjórnarskrárnefndin tekið við af annarri, en engin
lokið störfum. Að minni hyggju á þessi þráhyggja samfara árangursleysi sínar
skýringar.
Þegar við skildum við Dani þótti ekki annað sæmandi en að losa sig
við það sem danskt var. Ekki þótti hægt að una því að búa við stjórnarskrá
sem að stofni til var frá 1874 og gefin af dönskum kóngi. Það var ekki spurt
að því hvað gott væri, enda kannske ekki sama hvaðan gott kæmi; frá Dön-
um mátti það ekki vera. Það var samt mikið gæfuspor að þeir sem réðu
ferðinni við sambandsslitin við Danmörku létu þetta ekki trufla sig, því
það er hætt við að lýðveldisstofnunin hefði frestast um ófyrirsjáanlegan
tíma ef menn hefðu verið haldnir þeim fordómum að slíkt mætti ekki ske
nema jafnframt fengi þjóðin að stofni til ný stjórnarskipunarlög, nýja
stjórnarskrá eins og það hefur verið nefnt.