Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 102

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 102
00 Af þessu tilefni vil ég benda á eftirfarandi: Í fyrsta lagi hélt ég því einungis fram að sú endurskoðun sem var talin veigamikil 1944 hefði „þegar átt sér stað“. Viðbrögð Guðna byggjast því öðrum þræði á misskilningi. Ef til vill hafa orð mín um þetta ekki verið nægjanleg skýr, en hér eftir þarf ekki að efast. Í öðru lagi byggði ég mín viðhorf á breytingasögu lýðveldis- stjórnarskrárinnar sem ekki verður deilt um. Viðhorfin byggjast því á „traustum stoðum“ andstætt því sem Guðni heldur fram. Sagan er í öllum aðalatriðum sú að 1944 var sett stjórnarskrá. Á þeim sjötíu árum sem liðin eru frá setningu hennar hafa sjö sinnum verið gerð- ar á henni breytingar og ýmsir þættir hennar verið teknir til endur- skoðunar. Þannig hefur kosningafyrirkomulagi, skipulagi Alþingis og mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar verið breytt í grund- vallaratriðum. Engin raunveruleg tilraun hefur nokkru sinni átt sér stað til að endurskoða í einni svipan öll ákvæði stjórnarskrárinnar. Þetta sýnir – hvað sem líður einstökum hugmyndum um eða í kring- um 1944 – að engin þörf hefur verið talin á því að endurskoða stjórn- arskránna í heild sinni, a.m.k. ekki með róttækum hætti. Í þriðja lagi skiptir engu máli fyrir mín viðhorf hvaða nákvæmu ummæli féllu á Alþingi árið 1944. Aðalatriði sögunnar eru það skýr. Ummæli einstakra alþingismanna 1944 eru aukaatriði. Réttara væri að kynna sér ummæli einstakra þingmanna eftir því sem frá leið lýðveldisstofnun. Hér má t.d. vitna til ummæla Þorvaldar Garðars Kristjánssonar þegar hann mælti árið 1984 fyrir nefndaráliti um frumvarp það sem varð að stjórnarskipunarlögum nr. 65/1984. Með þeim var gerð ein af mörgum breytingum sem hafa verið gerðar á stjórnarskránni frá 1944. Við þetta tilefni sagði Þorvaldur: Þetta er nú ekki nýtt mál, hvorki hér á Alþingi né annars staðar í okkar þjóðlífi, því að sannleikurinn er sá, að allt frá stofnun lýðveldisins árið 1944 má segja að stjórnarskrármálið hafi verið á dagskrá. Þá var heitið „heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar“, eins og það hefur gjarnan verið orðað. Síðan hefur hver stjórnarskrárnefndin tekið við af annarri, en engin lokið störfum. Að minni hyggju á þessi þráhyggja samfara árangursleysi sínar skýringar. Þegar við skildum við Dani þótti ekki annað sæmandi en að losa sig við það sem danskt var. Ekki þótti hægt að una því að búa við stjórnarskrá sem að stofni til var frá 1874 og gefin af dönskum kóngi. Það var ekki spurt að því hvað gott væri, enda kannske ekki sama hvaðan gott kæmi; frá Dön- um mátti það ekki vera. Það var samt mikið gæfuspor að þeir sem réðu ferðinni við sambandsslitin við Danmörku létu þetta ekki trufla sig, því það er hætt við að lýðveldisstofnunin hefði frestast um ófyrirsjáanlegan tíma ef menn hefðu verið haldnir þeim fordómum að slíkt mætti ekki ske nema jafnframt fengi þjóðin að stofni til ný stjórnarskipunarlög, nýja stjórnarskrá eins og það hefur verið nefnt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.