Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 34
undir gildissvið VI. kafla vxl. eða leigusamningur sem félli utan
gildissviðs nefnds kafla. Niðurstaða Hæstaréttar gekk í gagnstæða
átt við niðurstöðu réttarins í máli nr. 282/2011.
Hrd. 652/2011 (Smákranar II). Hinn 31. október 2007 gerðu S og L með sér
samning um fjármögnun á vinnuvél, svokölluðum smákrana. Í máli, sem S
höfðaði á hendur L, var krafist endurgreiðslu fjár sem félagið taldi sig hafa
ofgreitt á grundvelli fjármögnunarleigusamnings milli aðila. Ágreiningur
málsaðila snerist einkum um hvort samningurinn, sem um ræddi, væri
láns- eða leigusamningur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í mál-
inu að samningur aðila væri eftir efni sínu ekki leigusamningur heldur
lánssamningur í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001. Hæstiréttur var hins
vegar á annarri skoðun og taldi að samningurinn væri leigusamningur. Í
dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Samningurinn, sem mál þetta varðar, er í
ýmsum atriðum frábrugðinn samningnum, sem fjallað var um í dómi
Hæstaréttar í máli nr. 282/2011. Þannig eru stöðluð ákvæði samningsins í
þessu máli skýr og eiga eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga. Þá
er í samningi málsaðila fjallað um leigu og er áfrýjandi þar ítrekað nefndur
leigusali. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi eru á hinn bóginn nokkur
ákvæði í samningnum, sem eru hliðstæð samningnum sem dómur í máli
nr. 282/2011 tók til. Þannig er áfrýjanda heimilað að reikna leigugjald til
samræmis við breytingar, sem kunna að verða á millibankavöxtum af jap-
önskum yenum og svissneskum frönkum, stefndi ber sem leigutaki áhættu
af því að hið leigða farist, skemmist eða rýrni og honum er að auki skylt að
greiða fjárhæð, sem svarar til leigu til loka samningstíma að frádregnu
matsverði hins leigða, ef samningnum verður rift. Milli þessara tilvika skil-
ur þó um það meginatriði að gagnstætt því, sem var í máli nr. 282/2011, er
ósannað í máli þessu að samið hafi verið um að stefndi myndi eignast hið
leigða gegn ákveðinni greiðslu við lok leigutímans og liggur því ekki ann-
að fyrir en að á því tímamarki stofnist ótímabundinn leigumáli gegn veru-
lega lægra gjaldi, sem stefnda er heimilt að segja upp með eins mánaðar
fyrirvara ásamt því að skila hinu leigða, svo sem nánar er mælt fyrir um í
samningi aðilanna. Að þessu athuguðu er ekki annað leitt í ljós en að samn-
ingurinn sé um fjármögnunarleigu, eins og heiti hans bendir til. Af þessum
sökum girða ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu
ekki fyrir að aðilunum hafi verið heimilt að semja um að leigugjald í við-
skiptum þeirra taki mið af breytingum á gengi erlendra gjaldmiðla. Áfrýj-
andi verður því sýknaður af kröfu stefnda.“
Hæstiréttur bendir réttilega á það í dóminum að fjármögnunar-
leigusamningurinn í máli nr. 652/2011 (Smákranar II) og fjármögn-
unarleigusamningurinn í máli nr. 282/2011 (Kraftvélar) eru frá-
brugðnir að því leyti að hinir almennu skilmálar í síðarnefnda
samningsforminu tóku jöfnum höndum til kaupleigu- og fjármögn-
unarleigusamninga, nema annað væri tekið sérstaklega fram, en
fyrrnefnda samningsformið gilti eingöngu um fjármögnunarleigu-
samninga. Þá taldi Hæstiréttur stöðluð ákvæði samningsformsins í