Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 71
 Greinarhöfundur er þeirrar skoðunar að þau atriði, sem nefnd hafa verið í kafla þessum, þjóni einkum þeim tilgangi að teljast við- bótarröksemd eða röksemdir fyrir niðurstöðu um eðli skuldbind- ingar sem fengin er með skýringu á texta viðkomandi lánsskuld- bindingar, einkum tilgreiningar lánsfjárhæðar, og því sem leitt er í ljós um það hvernig samningsaðilar efndu meginskyldur sínar sam- kvæmt samningi. Fylgigögn með lánssamningi hafa hins vegar auk- ið vægi þegar vafi leikur á um eðli skuldbindingarinnar samkvæmt framansögðu, t.d. þegar lánsfjárhæð er tilgreind sem jafnvirði til- tekins fjölda íslenskra króna sem skiptast skuli eftir ákveðnum hlut- föllum í tvær eða fleiri erlendrar myntir. Úr dómaframkvæmd Hæstaréttar má finna dæmi þess að slík gögn hafi jafnvel skipt sköp- um við úrlausn einstakra mála, sbr. mál nr. 332/2012 og 693/2012. 5.4 Sönnunarbyrði um eðli skuldbindingar Þegar vafi leikur á því hvort tiltekin skuldbinding sé í íslenskum krónum eða erlendri mynt má ráða af dómaframkvæmd Hæstarétt- ar að sönnunarbyrði um eðli skuldbindingar hvílir á lánveitanda, sbr. mál nr. 693/2012.85 Taka má undir þessa niðurstöðu enda er hún í samræmi við viðteknar túlkunarreglur samninga- og kröfuréttar um að umdeilanleg eða óljós samningsákvæði beri að jafnaði að skýra þeim aðila í óhag sem samdi þau einhliða (andskýringarregl- an).86 Til þess er einnig að líta að yfirleitt er fyrir hendi augljós að- stöðumunur á lánveitanda og lántaka í viðskiptum þeirra. Þar sem hinir svonefndu gengistryggðu lánssamningar eru til í fjölmörgum útgáfum með mismunandi orðalagi er ekki nokkur vafi á því að upp geti komið ýmis takmarkatilvik. Á næstu mánuðum og misserum munu vafalaust falla fleiri dómar í Hæstarétti þar sem reyna mun á eðli lánsskuldbindinga í skilningi VI. kafla vxl. Dóm- arnir munu að líkindum varpa skýrara ljósi á þau atriði sem líta ber til við matið og ekki síður hvaða innbyrðis vægi þau hafa við úr- lausn einstakra mála. 6. LOKAORÐ Í þessari grein hefur verið farið yfir ákvæði VI. kafla vxl. Fram hefur komið að fortakslaus ákvæði kaflans heimila ekki að lán í íslenskum 85 Niðurstaða Hæstaréttar í máli nr. 693/2012 varð sú að lánið væri í íslenskum krónum með vísan til þess að lánveitandi hefði með öllu látið hjá líða að leiða í ljós að lánið hefði verið tekið eða greitt út í erlendum gjaldmiðlum. 86 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 56-62 og Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I – Efndir kröfu, bls. 147-161.  Sem dæmi má nefna að þegar handriti að grein þessari var skilað hefur fyrir Hæstarétti hvorki reynt á lögmæti lánaskilmála Byggðastofnunar né Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem bæði starfa sem lánafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.