Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 71
Greinarhöfundur er þeirrar skoðunar að þau atriði, sem nefnd
hafa verið í kafla þessum, þjóni einkum þeim tilgangi að teljast við-
bótarröksemd eða röksemdir fyrir niðurstöðu um eðli skuldbind-
ingar sem fengin er með skýringu á texta viðkomandi lánsskuld-
bindingar, einkum tilgreiningar lánsfjárhæðar, og því sem leitt er í
ljós um það hvernig samningsaðilar efndu meginskyldur sínar sam-
kvæmt samningi. Fylgigögn með lánssamningi hafa hins vegar auk-
ið vægi þegar vafi leikur á um eðli skuldbindingarinnar samkvæmt
framansögðu, t.d. þegar lánsfjárhæð er tilgreind sem jafnvirði til-
tekins fjölda íslenskra króna sem skiptast skuli eftir ákveðnum hlut-
föllum í tvær eða fleiri erlendrar myntir. Úr dómaframkvæmd
Hæstaréttar má finna dæmi þess að slík gögn hafi jafnvel skipt sköp-
um við úrlausn einstakra mála, sbr. mál nr. 332/2012 og 693/2012.
5.4 Sönnunarbyrði um eðli skuldbindingar
Þegar vafi leikur á því hvort tiltekin skuldbinding sé í íslenskum
krónum eða erlendri mynt má ráða af dómaframkvæmd Hæstarétt-
ar að sönnunarbyrði um eðli skuldbindingar hvílir á lánveitanda,
sbr. mál nr. 693/2012.85 Taka má undir þessa niðurstöðu enda er hún
í samræmi við viðteknar túlkunarreglur samninga- og kröfuréttar
um að umdeilanleg eða óljós samningsákvæði beri að jafnaði að
skýra þeim aðila í óhag sem samdi þau einhliða (andskýringarregl-
an).86 Til þess er einnig að líta að yfirleitt er fyrir hendi augljós að-
stöðumunur á lánveitanda og lántaka í viðskiptum þeirra.
Þar sem hinir svonefndu gengistryggðu lánssamningar eru til í
fjölmörgum útgáfum með mismunandi orðalagi er ekki nokkur vafi
á því að upp geti komið ýmis takmarkatilvik. Á næstu mánuðum
og misserum munu vafalaust falla fleiri dómar í Hæstarétti þar sem
reyna mun á eðli lánsskuldbindinga í skilningi VI. kafla vxl. Dóm-
arnir munu að líkindum varpa skýrara ljósi á þau atriði sem líta ber
til við matið og ekki síður hvaða innbyrðis vægi þau hafa við úr-
lausn einstakra mála.
6. LOKAORÐ
Í þessari grein hefur verið farið yfir ákvæði VI. kafla vxl. Fram hefur
komið að fortakslaus ákvæði kaflans heimila ekki að lán í íslenskum
85 Niðurstaða Hæstaréttar í máli nr. 693/2012 varð sú að lánið væri í íslenskum krónum
með vísan til þess að lánveitandi hefði með öllu látið hjá líða að leiða í ljós að lánið hefði
verið tekið eða greitt út í erlendum gjaldmiðlum.
86 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 56-62 og Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og
Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I – Efndir kröfu, bls. 147-161.
Sem dæmi má nefna að þegar handriti að grein þessari var skilað hefur fyrir Hæstarétti
hvorki reynt á lögmæti lánaskilmála Byggðastofnunar né Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem
bæði starfa sem lánafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.