Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 86
8
síðari breytingum.36 Þessi núgildandi „heilbrigðislög“ (d. sundheds-
lov) eru í 84 köflum með samtals 278 greinum og taka m.a. á rétt-
indum sjúklinga, skipulagi heilbrigðisþjónustu, veitingu heilbrigð-
isþjónustu og ýmsum efnislegum úrlausnarefnum, s.s. líffæra-
ígræðslum, fóstureyðingum og öryggi sjúklinga. Þessi lagabálkur
myndar kjarna danskrar heilbrigðislöggjafar. Til viðbótar við hann
eru helstu núgildandi lagabálkar á sviði heilbrigðisréttar: lög um
vísindarannsóknir á heilbrigðissviði frá 2011,37 lög um kvartanir og
skaðabætur til sjúklinga vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu frá
2005,38 lög um heilbrigðisstarfsmenn frá 2006,39 og lög um tækni-
frjóvgun frá 2006.40 Núgildandi lyfjalög voru samþykkt árið 200541
og sóttvarnarlög voru síðast endurútgefin árið 2009.42 Þá voru sett
lög um lífsýnabanka og meðferð lífsýna árið 2006.43 Danmörk undir-
ritaði sáttmálann um mannréttindi og líflæknisfræði árið 1997 og
fullgilti hann árið 1999. Námskeið í heilbrigðisrétti hafa verið kennd
sem valfög á meistarastigi við lagadeildir Kaupmannahafnarhá-
skóla, Háskólans í Árósum og Háskólans í Suður-Danmörku, en við
Kaupmannahafnarháskóla hefur einnig verið boðið upp á sérstök
námskeið í lögfræði og siðfræði líflæknisfræða, alþjóðlegri lögfræði
líflæknisfræða og mannréttindum og heilsu. Stofnað hefur verið til
prófessorsstöðu í heilbrigðisrétti við Kaupmannahafnarháskóla
(2006) og í stjórnsýslurétti með áherslu á heilbrigðisrétt í háskól-
anum í Árósum (2010).
4.2 Finnland
Í Finnlandi er talið að á níunda áratug síðustu aldar hafi farið að
gæta aukinnar meðvitundar um réttarstöðu og réttindi sjúklinga.
36 Sundhedsloven nr. 546, 24.06.2005. Endurútgefin með síðari breytingum í Bekendtgø-
relse nr. 913, 13.07.2010, af sundhedsloven. Þeim hefur síðan verið breytt, síðast með lög-
um nr. 361, 09.04.2013. Lov nr. 482, 10.07.1998 om patienters retsstilling
37 Lov nr. 593, 14.06.2011, om et videnskabsetisk komitésystem og behandling af biome-
dicinske forskningsprojekter, með síðari breytingum.
38 Lov nr. 547, 24.06.2005 om klage- og erstatningsadgang inden for sundhedsvæsenet.
Nú endurútgefin með síðari breytingum í Bekendtgørelse nr. 113, 07.11.2011 af lov om
klage- og erstatningsadgang inden for sundhedsvæsenet. Þeim hefur síðan verið breytt,
síðast með lögum nr. 1401, 23.12.2012.
39 Lov nr. 451, 22.05.2006, om autorisation af sundhedspersoner og om sundhedsfaglig
virksomhed. Nú endurútgefin með síðari breytingum í Bekendtgørelse nr. 877, 04.08.2011,
af lov om autorisation af sundhedspersoner og om sundhedsfaglig virksomhed. Þeim
hefur síðan verið breytt með lögum nr. 361, 09.04.2013.
40 Lov nr. 292, 04.09.2006, om kunstig befrugtning i forbindelse med lægelig behandling,
diagnostik og forskning m.v., með síðari breytingum.
41 Lov nr. 1180, 12.12.2005 om lægemidler, með síðari breytingum.
42 Bekendtgørelse nr. 814, 27.08.2009 af lov om foranstaltninger mod smitsomme og an-
dre overførbare sygdomme.
43 Lov nr. 273, 01.04.2006 om krav til kvalitet og sikkerhed ved håndtering af humane
væv og celler.