Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 18
Meginákvæði EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga
er að finna í 40. gr. samningsins. Þar segir að engin höft skuli vera
milli samningsaðila á flutningum fjármagns í eigu þeirra sem bú-
settir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mismun-
un, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til
fjárfestingar. Í XII. viðauka samningsins er að finna nauðsynleg
ákvæði varðandi framkvæmd greinarinnar.
Í dómi Hæstaréttar 13. maí 2011 í máli nr. 225/2011 (Smákranar I)
var byggt á þeirri málsástæðu af hálfu eignaleigufyrirtækisins, sem
um ræddi, að 13. gr. og 14. gr. vxl., eins og þessi ákvæði hafa verið
skýrð í dómaframkvæmd Hæstaréttar, fælu í sér hindrun m.a. á
frjálsum fjármagnsflutningum samkvæmt 40. gr. EES-samningsins.
Ákvæði laganna um bann við gengistryggingu valdi því að innlend
fjármálafyrirtæki, sem hafi aflað sér fjár með erlendum lánum, geti
ekki tryggt raungildi lánsfjárhæðarinnar með sama hætti og fjár-
málafyrirtæki sem fjármagni sig í íslenskum krónum. Fjármálafyrir-
tækjum, sem taki erlend lán, sé þar með gert óhægt um vik að bjóða
upp á lán í íslenskum krónum þar sem þau eigi erfiðara með að
tryggja verðgildi útlána sinna. Þannig verði öll áhættustýring vand-
kvæðum bundin. Þessi fjármálafyrirtæki verði því fyrir auknum
kostnaði og áhættu vegna óvissu jafnvel þótt þau reyni að verja sig
fyrir ytri aðstæðum. Að þessu leyti sé aðstaða þeirra önnur og lak-
ari en fjármálafyrirtækja sem fjármagna sig á innlendum markaði.
Hrd. 225/2011 (Smákranar I). Deila málsaðila snerist um lögmæti gengis-
bindingar í fjármögnunarleigusamningi milli S og L. Við fyrirtöku í málinu
lagði L fram beiðni um að leitað yrði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstóls-
ins á því m.a. hvort það samrýmdist 40. gr. samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið að í landslögum ríkis, sem aðild á að samningnum, væri
óheimilt að binda skuldbindingar í mynt þess ríkis við gengi erlendra
gjaldmiðla. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var
beiðni L um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins með eftirfar-
andi rökstuðningi: „Báðir málsaðilar eiga heimili á Íslandi og var samning-
urinn, sem deila þeirra snýr að, bæði gerður og framkvæmdur hér á landi.
Sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á að samningurinn hafi einhver slík tengsl
við aðila í öðrum aðildarríkjum EES-samningsins að hann geti snert efnis-
svið 40. gr. EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga yfir landamæri
á Evrópska efnahagssvæðinu. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því
staðfest.“
Í ljósi orðalags ákvæðis 40. gr. EES-samningsins um að engin
höft skuli vera „milli samningsaðila“ á flutningum fjármagns er
unnt að taka undir þessa niðurstöðu Hæstaréttar enda ljóst að fjár-