Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 18
 Meginákvæði EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga er að finna í 40. gr. samningsins. Þar segir að engin höft skuli vera milli samningsaðila á flutningum fjármagns í eigu þeirra sem bú- settir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mismun- un, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjárfestingar. Í XII. viðauka samningsins er að finna nauðsynleg ákvæði varðandi framkvæmd greinarinnar. Í dómi Hæstaréttar 13. maí 2011 í máli nr. 225/2011 (Smákranar I) var byggt á þeirri málsástæðu af hálfu eignaleigufyrirtækisins, sem um ræddi, að 13. gr. og 14. gr. vxl., eins og þessi ákvæði hafa verið skýrð í dómaframkvæmd Hæstaréttar, fælu í sér hindrun m.a. á frjálsum fjármagnsflutningum samkvæmt 40. gr. EES-samningsins. Ákvæði laganna um bann við gengistryggingu valdi því að innlend fjármálafyrirtæki, sem hafi aflað sér fjár með erlendum lánum, geti ekki tryggt raungildi lánsfjárhæðarinnar með sama hætti og fjár- málafyrirtæki sem fjármagni sig í íslenskum krónum. Fjármálafyrir- tækjum, sem taki erlend lán, sé þar með gert óhægt um vik að bjóða upp á lán í íslenskum krónum þar sem þau eigi erfiðara með að tryggja verðgildi útlána sinna. Þannig verði öll áhættustýring vand- kvæðum bundin. Þessi fjármálafyrirtæki verði því fyrir auknum kostnaði og áhættu vegna óvissu jafnvel þótt þau reyni að verja sig fyrir ytri aðstæðum. Að þessu leyti sé aðstaða þeirra önnur og lak- ari en fjármálafyrirtækja sem fjármagna sig á innlendum markaði. Hrd. 225/2011 (Smákranar I). Deila málsaðila snerist um lögmæti gengis- bindingar í fjármögnunarleigusamningi milli S og L. Við fyrirtöku í málinu lagði L fram beiðni um að leitað yrði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstóls- ins á því m.a. hvort það samrýmdist 40. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að í landslögum ríkis, sem aðild á að samningnum, væri óheimilt að binda skuldbindingar í mynt þess ríkis við gengi erlendra gjaldmiðla. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var beiðni L um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins með eftirfar- andi rökstuðningi: „Báðir málsaðilar eiga heimili á Íslandi og var samning- urinn, sem deila þeirra snýr að, bæði gerður og framkvæmdur hér á landi. Sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á að samningurinn hafi einhver slík tengsl við aðila í öðrum aðildarríkjum EES-samningsins að hann geti snert efnis- svið 40. gr. EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga yfir landamæri á Evrópska efnahagssvæðinu. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest.“ Í ljósi orðalags ákvæðis 40. gr. EES-samningsins um að engin höft skuli vera „milli samningsaðila“ á flutningum fjármagns er unnt að taka undir þessa niðurstöðu Hæstaréttar enda ljóst að fjár-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.