Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 82

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 82
80 það eru ekki síður þær flóknu siðferðilegu spurningar sem tengjast slíkum viðfangsefnum sem kalla á ítarlega reglubindingu á þessu sviði. Sú öra þróun sem átt hefur sér stað í átt að samþættingu hefð- bundinna læknavísinda við líffræði, verkfræði og upplýsingatækni hefur þannig getið af sér fjölda nýrra réttarreglna og lagabálka, sbr. t.d. lög um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna nr. 55/1996 (en þeim var m.a. breytt með lögum nr. 27/2008 í því skyni að heimila stofnfrumurannsóknir með vissum skilyrðum), lög um lífsýnasöfn nr. 110/2000 og lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði nr. 139/1998. Þannig hefur smám saman orðið til sérstök grein lögfræðinnar sem sker þvert á skilmerki opinbers réttar og einkaréttar og hinna hefðbundnu réttarsviða lögfræðinnar. Þróun nýrra réttarsviða með þessum hætti er í sjálfu sér ekki einstök fyrir heilbrigðisrétt. Til samanburðar má benda á að það hefur ávallt verið hluti af mann- legri tilvist að afla sér lífsviðurværis með einhverskonar vinnufram- lagi. Með samfélagsþróun iðnbyltingarinnar og aukinni sérhæfingu breyttist samfélagsskipanin þannig að til varð tvíhliða einkaréttar- legt samningssamband á milli vinnuveitanda og launþega, sem síð- an þróaðist í þá átt að inn í réttarsambandið kom þriðji aðili, stéttar- félagið. Það varð aftur þess valdandi að inntak réttarsambandsins fékk á sig æ fleiri einkenni opinbers réttar eðlis. Áframhaldandi réttarþróun varð síðan til þess að spinna vef nánari réttarreglna á réttarsviðinu, s.s. um starfsemi stéttarfélaga, réttindi launþega og öryggi og heilbrigðishætti á vinnustöðum. 3.2 Svið heilbrigðisréttar skilgreint Tamara Hervey og Jean McHale hafa lýst því hvernig svið heilbrigðis- réttar hafi þróast frá þrengri undirgrein lögfræðinnar sem kalla hefði mátt „lögfræði læknavísinda“ (e. medical law).16 Sú grein helgaði sig umfjöllun um læknastéttina og samband lækna og sjúk- linga út frá sjónarhorni refsiréttar og skaðabótaréttar.17 Starfsábyrgð lækna var þannig miðlæg í „lögfræði læknavísinda“ en þessi nálg- un var gagnrýnd fyrir að birta of þrönga sýn, enda fleiri viðfangs- efni, persónur og leikendur fyrir hendi á réttarsviðinu.18 Segja má að fyrsta skrefið í þá átt að víkka greinina út hafi verið með ákveð- 16 Tamara K. Hervey og Jean V. McHale: Health Law and the European Union. Cambridge University Press, Cambridge 2004, bls. 13-15. 17 Sjá t.d. Martin Buijsen: „The Concept of Health Law“. Í ritinu André den Exter og Judit Sándor (ritstj.), Frontiers of European Health Law – Yearbook 2002, Erasmus University Press, Rotterdam 2003, bls. 4-9, á bls. 5. 18 Tamara K. Hervey og Jean V. McHale: Health Law and the European Union, bls. 15, en þær vísa um þetta atriði t.d. til Sally Sheldon og Michael Thompson (ritstj.): Feminist Perspectives on Health Care Law. Cavendish, London 1998, inngangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.