Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 61
 láni og lánveitandi að lána „að jafnvirði íslenskar krónur 20.000.000,- [...] í eftirfarandi myntum: USD 25% CHF 30% JPY 20% EUR 25%“. Fyrir lá í málinu að K greiddi lánið í hinum erlendu gjaldmiðlum til P inn á nefnda gjaldeyrisreikninga en P innti afborganir af skuldinni ekki af hendi í sömu gjaldmiðlum. Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að orðalag í lánssamningi P og K væri nánast það sama og í lánssamningnum sem reyndi á í hæsta- réttarmálinu nr. 3/2012. Munur væri þó á fyrirsögn þessara tveggja samn- inga sem í máli nr. 3/2012 var sagður vera „lánssamningur í erlendum myntum“ en eingöngu „lánssamningur“ í samningi P og K. Að mati Hæsta- réttar gat þessi munur einn út af fyrir sig ekki ráðið niðurstöðu um skýr- ingu þessara samninga og yrði því að gæta að því hvernig háttað væri ákvæðum samningsins um efndir aðilanna og hvernig að þeim var staðið í raun. Þá segir í dóminum að fé í erlendum gjaldmiðlum hafi í reynd skipt um hendur með því að K lagði tilteknar fjárhæðir í evrum, japönskum jen- um, svissneskum frönkum og bandaríkjadölum inn á gjaldeyrisreikn- ingana. Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að P hafi ekki innt afborganir af skuld sinni af hendi með fé í sömu erlendu gjald- miðlunum yrði að líta svo á að í samningnum sjálfum hefði verið gengið út frá því að fé í erlendum gjaldmiðlum myndi einnig skipta um hendur við efndir P á aðalskyldu sinni þótt svo hefði ekki farið í raun. Í þessu sam- bandi var vísað til þess að samkvæmt hljóðan lánssamningsins bar að endurgreiða lánið „í þeim gjaldmiðlum sem það samanstendur af“, K var heimilt að skuldfæra meðal annars gjaldeyrisreikninga P fyrir afborgunum og að P hefði jafnframt skuldbundið sig til að eiga þar ávallt innistæðu í því skyni. Að öllu þessu virtu taldi Hæstiréttur að lánið til P hefði verið í erlendum gjaldmiðlum og skipti þá ekki máli í hvaða tilgangi P tók lánið. Af dóminum má ráða að ekki er fortakslaust skilyrði þess að lán með svonefndu „jafnvirðisorðalagi“ teljist vera í erlendum myntum að skyldur beggja samningsaðila hafi verið efndar með þeim hætti að erlendar myntir skipti um hendur. Þannig varð niðurstaðan sú í málinu að lánið, sem um ræddi, væri í erlendum gjaldmiðlum þrátt fyrir að lántaki hafi efnt aðalskyldu sína með greiðslum í íslenskum krónum. Af dóminum má álykta að í tilviki svonefndra „jafnvirðisl- ána“ skiptir meginmáli hvernig útgreiðslu lánsins var háttað. Ef lánsfjárhæð var greidd inn á gjaldeyrisreikning, einn eða fleiri, eru líkur til þess að lán sé í erlendri mynt eða myntum, sbr. einnig mál nr. 467/2011. 4.3.2.11 Dómur Hæstaréttar 13. desember 2012 í máli nr. 693/2012 Lánssamningurinn, sem fjallað var um í dómi Hæstaréttar 13. desember 2012 í máli nr. 693/2012 (Þb. Hlutafjár), er um margt líkur þeim láns- samningi sem fjallað var um í dómi Hæstaréttar 11. júní 2012 í máli nr. 332/2012 (Asknes). Niðurstaðan í síðarnefnda málinu varð sú að um lán í erlendum myntum væri að ræða. Hæstiréttur, sem skipaður var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.