Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 61
láni og lánveitandi að lána „að jafnvirði íslenskar krónur 20.000.000,- [...] í
eftirfarandi myntum: USD 25% CHF 30% JPY 20% EUR 25%“. Fyrir lá í
málinu að K greiddi lánið í hinum erlendu gjaldmiðlum til P inn á nefnda
gjaldeyrisreikninga en P innti afborganir af skuldinni ekki af hendi í sömu
gjaldmiðlum. Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að orðalag í lánssamningi
P og K væri nánast það sama og í lánssamningnum sem reyndi á í hæsta-
réttarmálinu nr. 3/2012. Munur væri þó á fyrirsögn þessara tveggja samn-
inga sem í máli nr. 3/2012 var sagður vera „lánssamningur í erlendum
myntum“ en eingöngu „lánssamningur“ í samningi P og K. Að mati Hæsta-
réttar gat þessi munur einn út af fyrir sig ekki ráðið niðurstöðu um skýr-
ingu þessara samninga og yrði því að gæta að því hvernig háttað væri
ákvæðum samningsins um efndir aðilanna og hvernig að þeim var staðið í
raun. Þá segir í dóminum að fé í erlendum gjaldmiðlum hafi í reynd skipt
um hendur með því að K lagði tilteknar fjárhæðir í evrum, japönskum jen-
um, svissneskum frönkum og bandaríkjadölum inn á gjaldeyrisreikn-
ingana. Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að P hafi
ekki innt afborganir af skuld sinni af hendi með fé í sömu erlendu gjald-
miðlunum yrði að líta svo á að í samningnum sjálfum hefði verið gengið út
frá því að fé í erlendum gjaldmiðlum myndi einnig skipta um hendur við
efndir P á aðalskyldu sinni þótt svo hefði ekki farið í raun. Í þessu sam-
bandi var vísað til þess að samkvæmt hljóðan lánssamningsins bar að
endurgreiða lánið „í þeim gjaldmiðlum sem það samanstendur af“, K var
heimilt að skuldfæra meðal annars gjaldeyrisreikninga P fyrir afborgunum
og að P hefði jafnframt skuldbundið sig til að eiga þar ávallt innistæðu í
því skyni. Að öllu þessu virtu taldi Hæstiréttur að lánið til P hefði verið í
erlendum gjaldmiðlum og skipti þá ekki máli í hvaða tilgangi P tók lánið.
Af dóminum má ráða að ekki er fortakslaust skilyrði þess að lán
með svonefndu „jafnvirðisorðalagi“ teljist vera í erlendum myntum
að skyldur beggja samningsaðila hafi verið efndar með þeim hætti
að erlendar myntir skipti um hendur. Þannig varð niðurstaðan sú í
málinu að lánið, sem um ræddi, væri í erlendum gjaldmiðlum þrátt
fyrir að lántaki hafi efnt aðalskyldu sína með greiðslum í íslenskum
krónum. Af dóminum má álykta að í tilviki svonefndra „jafnvirðisl-
ána“ skiptir meginmáli hvernig útgreiðslu lánsins var háttað. Ef
lánsfjárhæð var greidd inn á gjaldeyrisreikning, einn eða fleiri, eru
líkur til þess að lán sé í erlendri mynt eða myntum, sbr. einnig mál
nr. 467/2011.
4.3.2.11 Dómur Hæstaréttar 13. desember 2012 í máli nr. 693/2012
Lánssamningurinn, sem fjallað var um í dómi Hæstaréttar 13. desember
2012 í máli nr. 693/2012 (Þb. Hlutafjár), er um margt líkur þeim láns-
samningi sem fjallað var um í dómi Hæstaréttar 11. júní 2012 í máli nr.
332/2012 (Asknes). Niðurstaðan í síðarnefnda málinu varð sú að um
lán í erlendum myntum væri að ræða. Hæstiréttur, sem skipaður var