Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 65
 þessu leyti er dómur Hæstaréttar 9. júní 2011 í máli nr. 155/2011 (Motor- max). Málið var upphaflega flutt og að því loknu dómtekið í Hæsta- rétti af fimm dómurum. Eftir að málið var dómtekið var, af ókunn- um ástæðum, tekin sú ákvörðun að flytja málið að nýju og fjölga dómurum í málinu úr fimm í sjö sem kváðu upp dóm í málinu. Ef rýnt er í hvernig atkvæði féllu í málinu þá er ljóst að fjölgun dóm- enda í málinu hafði úrslitaáhrif á þá niðurstöðu að lánið taldist vera í íslenskum krónum.76 Ef dómur hefði verið lagður á málið eftir fyrri málflutninginn, að því gefnu að afstaða dómenda hafi verið óbreytt eftir að hafa hlýtt á síðari málflutning, hefði niðurstaðan orðið sú að meirihluti réttarins (þrír dómarar) hefði komist að þeirri niðurstöðu að lánið væri lögmætt erlent lán. Þó að sú skylda hvíli á dómurum að taka sjálfstæða afstöðu til sakarefnis í viðkomandi máli og greiða atkvæði í samræmi við hana er óhætt að segja að ákjósanlegt hefði verið að eining hefði verið innan Hæstaréttar um eðli skuldbindingarinnar sem um var að tefla í máli nr. 155/2011. Kemur þá bæði til að dómurinn hafði víðtækt fordæmisgildi, og þar af leiðandi um gríðarlega fjárhagslega hags- muni að tefla, auk þess sem samhljóða niðurstaða, með sannfær- andi rökstuðningi, hefði að líkindum orðið til þess eyða að miklu leyti þeirri óvissu sem fyrir hendi var um það hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að skuldbinding teljist vera í íslenskum krónum og hvaða innbyrðis vægi þau atriði hafa sem líta ber til. Það sem hér hefur verið sagt ber þó ekki að skilja á þann veg að fyrir hendi sé grundvallarágreiningur meðal hæstaréttardómara um þá aðferðafræði sem rétt er að beita við mat á eðli lánsskuld- bindinga sem orðaðar eru með þeim hætti að lán sé að jafnvirði til- tekinnar fjárhæðar í íslenskum krónum sem skiptast skuli eftir ákveðnum hlutföllum í tvo eða fleiri erlenda gjaldmiðla. Í tilvikum sem þessum dugir orðalag skuldbindingarinnar ekki eitt og sér til að komast að niðurstöðu, heldur þarf jafnframt að líta til annarra atriða. Í þessu sambandi skiptir einkum máli hvernig aðilar samn- ingsins hafi í raun efnt hann fyrir sitt leyti. Það sem veldur því hins vegar að Hæstiréttur hefur, undir þeim kringumstæðum sem hér hefur verið lýst, klofnað í afstöðu sinni er 76 Sjá einnig umfjöllun Helga Sigurðssonar í greininni: „Dómar Hæstaréttar í gengis- tryggingarmálum“. Lögmannablaðið, 1. tbl. 2012, bls. 27-29.  Í máli nr. 3/2012 (Háttur) varð niðurstaðan á hinn bóginn sú að um lán í erlendri mynt væri að ræða þrátt fyrir að lánssamningurinn, sem þar var um deilt, væri í ýmsum atriðum sambærilegur þeim og fjallað var um í máli nr. 155/2011. Í máli nr. 3/2012 var Hæstiréttur skipaður sömu dómurum og dæmdu í máli nr. 155/2011 að því frátöldu að nýr dómari kom inn í dóminn í stað eins dómara sem myndaði meirihluta í síðarnefnda málinu. „Nýi“ dómarinn í máli nr. 3/2012 myndaði þannig fjögurra dómenda meirihluta með þeim sem voru í minnihluta í máli nr. 155/2011. Þannig má færa fyrir því gild rök að sá dómari sem kom nýr inn í mál nr. 3/2012 hafi í raun ráðið úrslitum í málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.