Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 90
88
dóma og meðferðir.83 Svíþjóð undirritaði sáttmálann um mannrétt-
indi og líflæknisfræði árið 1997 en hefur ekki enn fullgilt hann. Þrátt
fyrir þá sérstöðu sænskra laga að nálgast réttindi sjúklinga með
neikvæðum hætti virðist fræðileg nálgun heilbrigðisréttar hafa þró-
ast í réttindamiðaða nálgun. Þetta er ekki síst talið mega rekja til
aukinnar meðvitundar um hið víðara evrópska og alþjóðlega sam-
hengi landsréttarins. Það virðist einnig vera ákveðin tilhneiging til
þess að að rökstyðja og/eða spá fyrir um frekari þróun réttindamið-
aðrar nálgunar í sænskum heilbrigðisrétti í framtíðinni.85 Við Há-
skólann í Uppsölum hefur verið boðið upp á námskeið á meistara-
stigi í sænskum heilbrigðisrétti og evrópskum líflæknisfræðirétti og
við þann háskóla var stofnað til formlegrar prófessorsstöðu í heil-
brigðisrétti árið 2003. Þá var stofnað til stöðu í heilbrigðisrétti við
háskólann í Lundi á árinu 2011.
5. ER HEILBRIGÐISRÉTTUR TALINN SJÁLFSTÆTT
RÉTTARSVIÐ Á NORÐURLÖNDUNUM?
5.1 Afstaða norrænna fræðimanna
Mette Hartlev telur að í dönskum rétti hafi heilbrigðisréttur öðlast
stöðu sjálfstæðs réttarsviðs frá því um miðjan níunda áratug síð-
ustu aldar. Hún byggir á því að þá hafi meðvitund um sérstaka heil-
brigðisréttarlega nálgun aukist mjög, ekki síst vegna þeirrar áherslu
á réttindi sjúklinga sem þróast hafði bæði í landsrétti og í þjóðarétti,
en einnig vegna þeirra mikilvægu samfélagslegu hagsmuna sem
tengjast réttarsviðinu svo sem vegna kostnaðar við rekstur heil-
brigðisþjónustu.86 Hún telur heilbrigðisréttinn byggjast á átta meg-
inreglum. Í fyrsta lagi sé meginregla um sjálfsákvörðunarrétt (au-
tonomiprincippet) sem birtist í reglum um upplýst samþykki og
rétt til að velja á milli meðferðaraðila, í öðru lagi meginregla um
mannlega reisn (værdighedsprincippet) sem birtist í því að allar
manneskjur hafi sama gildi og eigi rétt á sömu virðingu, í þriðja
lagi sé meginregla um friðhelgi manneskjunnar (integritetsprincip-
pet) sem taki bæði til andlegra og líkamlegra þátta og loks sé megin-
regla um trúnað (fortrolighed) sem vísi til trúnaðarsambands
heilbrigðisstarfsmanna og sjúklings. Þessar fjórar meginreglur telur
hún raunar nokkuð samtvinnaðar. Þá telur hún gilda meginreglu
83 T.d. Lag (1987:269) om kriterier for bestämmande af människans död; Lag (1995:831)
om transplantation m.m. og Lag (2001:499) om omskärelse av pojkar o.fl.
Sjá t.d. Elisabeth Rynning: „Svensk rättsutveckling på biomedicinens område – Mellan
framtidstro of försiktighet”. Í ritinu Ulf Görman, Carl-Gustaf Andrén og Göran Hermerén
(ritstj.), Att forma vår framtid – Bioteknikens möjligheter och problem, Nordic Academic Press,
Lundi 2007, bls. 134-151, á bls. 136-137.
85 Lena Rönnberg: Hälso – och sjukvårdsrätt, bls. 281.
86 Mette Hartlev: „Respekt og beskyttelse i sundhedsretten”, bls. 495.