Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 64
 4.4 Samantekt og hugleiðingar um fordæmisgildi gengistryggingardóma Hæstaréttar Dómsúrlausnir Hæstaréttar binda aðeins þá sem aðilar voru að því máli sem dæmt var hverju sinni. Hvað sem því líður er ljóst að dóm- ar Hæstaréttar í hinum svonefndu gengistryggingarmálum hafa víðtæka skírskotun og verulega þýðingu þegar reynir á samsvar- andi álitaefni í öðrum málum. Þó má færa rök fyrir því að fordæmisgildi dóma Hæstaréttar í þessum málum sé nokkuð breytilegt. Dæmi um dómsúrlausnir Hæstaréttar sem telja verður í hópi „sterkra“ fordæma eru dómar Hæstaréttar 16. júní 2010 í málum nr. 92/2010 og 153/2010. Kemur þá bæði til að Hæstiréttur var í báðum málunum skipaður fimm dóm- urum er komust að samhljóða niðurstöðu auk þess sem telja verður að hin lagalegu rök, sem ráða niðurstöðunum, séu sannfærandi og dómarnir vel rökstuddir. Hið sama má segja um þau dómafordæmi Hæstaréttar þar sem því er slegið föstu að VI. kafli vxl. gildi jöfnum höndum um lán til einstaklinga og lögaðila og að lengd lánstíma og tilgangur lántöku skipti ekki máli þegar metið er hvort viðkomandi lánssamningur fellur undir gildissvið nefnds kafla, sbr. t.d. dómar Hæstaréttar 14. febrúar 2011 í málum nr. 603/2010 og 604/2010. Sama á við um þá dóma Hæstaréttar þar sem deilt hefur verið um lánsskuldbindingar þar sem orðalag skuldbindingarinnar er með þeim hætti að fjárhæðir hinna erlendu mynta eru tilgreindar sérstaklega enda þótt vísað sé til jafnvirðis þeirra í íslenskum krón- um, sbr. mál nr. 520/2011, 551/2011, 552/2011, 524/2011 og 50/2012. Niðurstaðan í öllum málunum varð sú að um væri að ræða lán í erlendri mynt eða myntum þrátt fyrir að samningarnir bæru með sér að lánsfjárhæð hefði verið greidd lántaka í íslenskum krónum og endurgreiðslur hennar ættu að fara fram í sömu mynt. Í tilvikum sem þessum hefur Hæstiréttur litið svo á að engum vafa geti verið háð að viðkomandi lánssamningur hafi aðeins tekið til skuldbind- ingar í þeim gjaldmiðlum sem þannig voru tilgreindir sérstaklega, sbr. til hliðsjónar mál nr. 386/2012. Halda má því fram með nokkrum rökum að þeir dómar Hæsta- réttar, þar sem deilt hefur verið um lán, sem tilgreind voru sem jafn- virði tiltekinnar fjárhæðar í íslenskum krónum sem skiptast skyldu eftir ákveðnum hlutföllum í tvær eða fleiri erlendar myntir, séu ekki eins sterk fordæmi og þeir dómar sem vísað er til hér að framan, sbr. t.d. mál nr. 155/2011, 3/2012 og 66/2012. Kemur þá bæði til að Hæstiréttur hefur á stundum klofnað í meiri- og minnihluta í af- stöðu sinni til sakarefnisins auk þess sem niðurstöður dómanna eru misvísandi að ákveðnu leyti. Dæmi um það hversu „brothætt“ dómaframkvæmdin er að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.