Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 103
0
Í umræðum um stjórnarskrármálið hefur margur mælt af misskilningi
um uppruna stjórnarskrár okkar. Hafa menn þá litið á íslensku stjórnar-
skrána sem afsprengi danskrar stjórnskipunar og stjórnvisku. En þá hefur
mönnum yfirsést að bæði íslenska og danska stjórnarskráin, svo sem
stjórnarskrár annarra lýðræðisríkja, eiga með einum eða öðrum hætti ræt-
ur sínar að rekja til stjórnarhátta sem viðgengust þegar fyrir tveimur öld-
um í móðurlandi þingræðisins, Bretlandi.
Stjórnarskrár fela í sér almennar reglur sem kveða á um skipulag og
hlutverk ríkis. Slíkar grundvallarreglur eru yfirleitt stuttorðar. Slíkt kemur
ekki að baga, heldur er þvert á móti kostur. Í hverju landi fyrir sig getur
framkvæmd á grundvallarreglum stjórnarskipunarlaga verið með mis-
munandi hætti. Hin stuttorðu stjórnarskrárákvæði gefa svigrúm fyrir mis-
munandi framkvæmd og stjórnskipunarvenjur eftir því sem aðstæður og
viðhorf í hverju landi krefjast. Það hefur stundum verið sagt um eðli stjórn-
arskráa að þær séu ekki búnar til heldur þróist þær og dafni. Allt er þetta
skiljanlegt þegar þess er gætt að ekki er óhjákvæmilegt að um skrifaða
stjórnarskrá sé að ræða.
Í Bretlandi sjálfu, þaðan sem fyrirmynd stjórnskipunarlaga er sótt, er
t.d. ekki skrifuð stjórnarskrá. Þar er ekki gerður greinarmunur á stjórn-
skipunarlögum og almennum lögum eins og er hjá okkur. Þar eru ekki
stjórnarskrárvarin réttarákvæði. Þar er grundvallarreglan sú að þingið er
alls ráðandi. Í þrengri merkingu er þess vegna ekki um að ræða nein
stjórnarskipunarlög í Bretlandi, heldur aðeins um allsherjarvald þingsins.
Í stað skrifaðrar stjórnarskrár er að finna í Bretlandi reglur um stjórnskip-
unina í almennum lögum, dómvenjum, þingsköpum og stjórnskipunar-
venjum.
Þegar höfð eru í huga eðli og uppruni stjórnarskrár okkar má það vera
nokkur skýring á þróun stjórnarskrármálsins allt frá lýðveldisstofnun fram
til þessa dags. Með lýðveldisstofnuninni varð stjórnskipulega ekki önnur
breyting en sú, að þjóðhöfðinginn varð forseti í stað konungs áður. Við Ís-
lendingar höfðum áður öll okkar mál í eigin höndum. Í þessu efni varð
ekki breyting við lýðveldisstofnunina, nema slitið var persónusamband-
inu við Dani frá 1918.
Þjóðlíf, menning eða atvinnuhættir tóku vegna sambandsslitanna eng-
um breytingum sem kröfðust aðlögunar stjórnarskipunarlaga. Lýðveldis-
stofnuninni fylgdi enginn grundvöllur fyrir stökkbreytingum í almennri
stjórnskipun landsins, heldur áframhaldandi þróun í venjum og fram-
kvæmd okkar stjórnarskipunarlaga.
Að þessu leyti voru fyrirheit um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og
nýja stjórnarskrá að mínu viti á misskilningi byggð. Þetta hefur legið á borði þó að
það hafi ekki verið viðurkennt í orði. Þetta er að mínu viti skýringin á því að ekki
hafa ræst hin háfleygu loforð og fögru fyrirheit um nýja stjórnarskrá þjóðinni til
handa. Það er ekki að kenna amlóðahætti þeirra sem skipað hafa stjórnarskrár-
nefndirnar að árangurinn hefur ekki skilað sér af heildarendurskoðun stjórnar-
skrárinnar. Það er heldur vegna þess að þegar í harðbakka hefur slegið hafa menn
staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að stjórnarskráin sem við höfum hefur þjónað
okkur vel svo að afgerandi breytingar hafa ekki verið sjálfsagðar. Samt sem áður