Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 103

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 103
0 Í umræðum um stjórnarskrármálið hefur margur mælt af misskilningi um uppruna stjórnarskrár okkar. Hafa menn þá litið á íslensku stjórnar- skrána sem afsprengi danskrar stjórnskipunar og stjórnvisku. En þá hefur mönnum yfirsést að bæði íslenska og danska stjórnarskráin, svo sem stjórnarskrár annarra lýðræðisríkja, eiga með einum eða öðrum hætti ræt- ur sínar að rekja til stjórnarhátta sem viðgengust þegar fyrir tveimur öld- um í móðurlandi þingræðisins, Bretlandi. Stjórnarskrár fela í sér almennar reglur sem kveða á um skipulag og hlutverk ríkis. Slíkar grundvallarreglur eru yfirleitt stuttorðar. Slíkt kemur ekki að baga, heldur er þvert á móti kostur. Í hverju landi fyrir sig getur framkvæmd á grundvallarreglum stjórnarskipunarlaga verið með mis- munandi hætti. Hin stuttorðu stjórnarskrárákvæði gefa svigrúm fyrir mis- munandi framkvæmd og stjórnskipunarvenjur eftir því sem aðstæður og viðhorf í hverju landi krefjast. Það hefur stundum verið sagt um eðli stjórn- arskráa að þær séu ekki búnar til heldur þróist þær og dafni. Allt er þetta skiljanlegt þegar þess er gætt að ekki er óhjákvæmilegt að um skrifaða stjórnarskrá sé að ræða. Í Bretlandi sjálfu, þaðan sem fyrirmynd stjórnskipunarlaga er sótt, er t.d. ekki skrifuð stjórnarskrá. Þar er ekki gerður greinarmunur á stjórn- skipunarlögum og almennum lögum eins og er hjá okkur. Þar eru ekki stjórnarskrárvarin réttarákvæði. Þar er grundvallarreglan sú að þingið er alls ráðandi. Í þrengri merkingu er þess vegna ekki um að ræða nein stjórnarskipunarlög í Bretlandi, heldur aðeins um allsherjarvald þingsins. Í stað skrifaðrar stjórnarskrár er að finna í Bretlandi reglur um stjórnskip- unina í almennum lögum, dómvenjum, þingsköpum og stjórnskipunar- venjum. Þegar höfð eru í huga eðli og uppruni stjórnarskrár okkar má það vera nokkur skýring á þróun stjórnarskrármálsins allt frá lýðveldisstofnun fram til þessa dags. Með lýðveldisstofnuninni varð stjórnskipulega ekki önnur breyting en sú, að þjóðhöfðinginn varð forseti í stað konungs áður. Við Ís- lendingar höfðum áður öll okkar mál í eigin höndum. Í þessu efni varð ekki breyting við lýðveldisstofnunina, nema slitið var persónusamband- inu við Dani frá 1918. Þjóðlíf, menning eða atvinnuhættir tóku vegna sambandsslitanna eng- um breytingum sem kröfðust aðlögunar stjórnarskipunarlaga. Lýðveldis- stofnuninni fylgdi enginn grundvöllur fyrir stökkbreytingum í almennri stjórnskipun landsins, heldur áframhaldandi þróun í venjum og fram- kvæmd okkar stjórnarskipunarlaga. Að þessu leyti voru fyrirheit um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og nýja stjórnarskrá að mínu viti á misskilningi byggð. Þetta hefur legið á borði þó að það hafi ekki verið viðurkennt í orði. Þetta er að mínu viti skýringin á því að ekki hafa ræst hin háfleygu loforð og fögru fyrirheit um nýja stjórnarskrá þjóðinni til handa. Það er ekki að kenna amlóðahætti þeirra sem skipað hafa stjórnarskrár- nefndirnar að árangurinn hefur ekki skilað sér af heildarendurskoðun stjórnar- skrárinnar. Það er heldur vegna þess að þegar í harðbakka hefur slegið hafa menn staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að stjórnarskráin sem við höfum hefur þjónað okkur vel svo að afgerandi breytingar hafa ekki verið sjálfsagðar. Samt sem áður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.