Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 52
0 og sölum. Þannig væri iðulega að finna í lánssamningum ákvæði um lánsfjárhæð og vexti, útborgun lánsins til lántaka, með hvaða hætti endurgreiðslur lánsins skyldu fara fram o.s.frv. Þá fylgdu lánssamningum oft og tíðum ýmis fylgiskjöl t.d. um útborgun láns. Af þessu leiddi að meira svigrúm væri til túlkunar lánssamninga en í tilviki skuldabréfa og kaupleigusamninga. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 155/2011 er skýrt dæmi um það hversu flókið það viðfangsefni getur verið að ákvarða hvort tiltekin lánsskuldbinding falli undir gildissvið VI. kafla vxl. Fjórir af þeim sjö hæstaréttardómurum, sem dæmdu í málinu nr. 155/2011, komust að þeirri niðurstöðu að lánssamningurinn væri um lán í íslenskum krónum, bundið við gengi erlendra gjaldmiðla. Minnihluti réttarins komst hins vegar að gagnstæðri niðurstöðu og taldi að um lán í er- lendum myntum væri að ræða. Hrd. 155/2011 (Motormax). Í lánssamningi aðila kom fram að um væri að ræða fjölmyntalán til 5 ára að jafnvirði kr. 150.000.000 nánar tilgreindra erlendra mynta í tilteknum hlutföllum. Meðal gagna málsins var svonefnd kaupnóta bankans þar sem getið var viðskipta með tilgreindar fjárhæðir hinna erlendu mynta. Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar var sú að um hefði verið að ræða lán í íslenskum krónum, bundið við gengi erlendra gjaldmiðla. Í forsendum meirihlutans kemur fram að eina tilgreiningin í samningnum á fjárhæð lánsins hafi verið í íslenskum krónum en hvergi hafi verið getið um fjárhæð skuldarinnar í hinum erlendu gjaldmiðlum heldur aðeins hlutföll þeirra og viðmiðun við virði íslensku krónunnar á tilteknum degi fyrir útborgun lánsins. Þá vísar meirihlutinn einnig til ákvæðis 4.1. í lánssamningnum um heimild til að breyta gjaldmiðlum þar sem glöggt kemur fram að mati meirihlutans að hinir erlendu gjaldmiðlar hafi verið til viðmiðunar um höfuðstól skuldarinnar. Þá er ennfremur vís- að til þess að ljóst hafi verið af grein 2.2. í lánssamningnum, þar sem lántaki óskaði eftir að íslenskur tékkareikningur hans hjá bankanum yrði skuld- færður fyrir afborgunum og vöxtum af láninu, að ætlun aðila hafi verið að greiðslur á gjalddögum þess yrðu í íslenskum krónum. Báðir samnings- aðilar skyldu því efna meginskyldur sínar samkvæmt lánssamningnum með greiðslum í íslenskum krónum og gerðu það í raun. Að þessu virtu var litið svo á að um hafi verið að ræða lán í íslenskum krónum bundið við gengi erlendra gjaldmiðla. Líkt og ráða má af reifuninni hér að framan er niðurstaða meiri- hluta Hæstaréttar, um að lánsskuldbindingin væri í íslenskum krónum, byggð á því að lánsfjárhæðin hefði ekki verið tilgreind í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum, lánsféð hefði verið greitt út í íslenskum krónum, afborganir átti jafnframt að inna þannig af hendi, auk þess sem litið var til ákvæðis í lánssamningnum um myntbreytingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.