Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 16
3. BANNREGLA VI. KAFLA LAGA NR. 38/2001 ANDSPÆNIS
MEGINREGLU UM SAMNINGSFRELSI Í VIÐSKIPTUM OG
REGLUM EVRÓPURÉTTAR UM FRJÁLSA FJÁRMAGNS-
FLUTNINGA
3.1 Meginreglan um samningsfrelsi
Meginreglan um samningsfrelsi er ein af meginstoðum fjármuna-
réttarins enda þótt hún sæti ýmsum undantekningum. Í reglunni
felst að mönnum er heimilt að velja sér gagnaðila við samnings-
gerð, frelsi um efni löggerninga og frjálsræði til að ákvarða hvort
samningur skuli gerður eða hvort látið skuli hjá líða að gera samn-
ing eða annan löggerning.16
Samningsfrelsið sætir hins vegar ýmsum takmörkunum sem
ýmist geta byggst á ákvæðum samnings eða laga en takmarkanirn-
ar þurfa í báðum tilvikum að vera skýrar. Lögbundnar takmarkanir
á samningsfrelsinu geta í fyrsta lagi falist í því að lög kunna að reisa
skorður við rétti manna til að ganga til samningsgerðar. Í öðru lagi
geta lög takmarkað rétt manna til að ráða efni samninga sem þeir
gera og í þriðja lagi takmarkast meginreglan um samningsfrelsi af
því að menn ráða því ekki alltaf hver viðsemjandi þeirra er. 17
Lögbundnar hömlur á samningsfrelsinu hafa tíðkast um langa
hríð á mörgum réttarsviðum en þó einkum á sviði fjármunaréttar.
Til að mynda hafa heimildir til töku vaxta um langa hríð verið tak-
markaðar í lögum og sama má segja um verðtryggingu eins og áður
hefur verið rakið. Telja verður óumdeilt að löggjafinn hafi heimild
til að setja samningsfrelsinu slíkar skorður enda séu slík lagafyrir-
mæli skýr og ótvíræð.
Reglur 13. gr. og 14. gr. vxl. fela það í sér að óheimilt er að verð-
tryggja lán í íslenskum krónum með því að binda þau við gengi
erlendra gjaldmiðla. Sökum þess að lagareglurnar eru ófrávíkjan-
legar, sbr. 2. gr. laganna, er ljóst að þær fela í sér undantekningu frá
meginreglunni um samningsfrelsi. Nánar tiltekið takmarka ákvæði
VI. kafla vxl. samningsfrelsið með þeim hætti að óheimilt er að
binda lánsskuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlends
eða erlendra gjaldmiðla jafnvel þó að vilji samningsaðila standi til
þess að slíkt sé gert.
Í dómsmálum, þar sem ágreiningur málsaðila hefur snúist um
lögmæti gengistryggingar, hefur þeirri málsástæðu gjarnan verið
teflt fram af hálfu lánveitenda, til stuðnings því að gengisbinding
viðkomandi lánsskuldbindingar sé í samræmi við lög, að lántakar
16 Páll Sigurðsson: Samningaréttur – Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar. Reykja-
vík 1987, bls. 25-26.
17 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I – Efnd-
ir kröfu. Reykjavík 2009, bls. 130-132.