Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 16
 3. BANNREGLA VI. KAFLA LAGA NR. 38/2001 ANDSPÆNIS MEGINREGLU UM SAMNINGSFRELSI Í VIÐSKIPTUM OG REGLUM EVRÓPURÉTTAR UM FRJÁLSA FJÁRMAGNS- FLUTNINGA 3.1 Meginreglan um samningsfrelsi Meginreglan um samningsfrelsi er ein af meginstoðum fjármuna- réttarins enda þótt hún sæti ýmsum undantekningum. Í reglunni felst að mönnum er heimilt að velja sér gagnaðila við samnings- gerð, frelsi um efni löggerninga og frjálsræði til að ákvarða hvort samningur skuli gerður eða hvort látið skuli hjá líða að gera samn- ing eða annan löggerning.16 Samningsfrelsið sætir hins vegar ýmsum takmörkunum sem ýmist geta byggst á ákvæðum samnings eða laga en takmarkanirn- ar þurfa í báðum tilvikum að vera skýrar. Lögbundnar takmarkanir á samningsfrelsinu geta í fyrsta lagi falist í því að lög kunna að reisa skorður við rétti manna til að ganga til samningsgerðar. Í öðru lagi geta lög takmarkað rétt manna til að ráða efni samninga sem þeir gera og í þriðja lagi takmarkast meginreglan um samningsfrelsi af því að menn ráða því ekki alltaf hver viðsemjandi þeirra er. 17 Lögbundnar hömlur á samningsfrelsinu hafa tíðkast um langa hríð á mörgum réttarsviðum en þó einkum á sviði fjármunaréttar. Til að mynda hafa heimildir til töku vaxta um langa hríð verið tak- markaðar í lögum og sama má segja um verðtryggingu eins og áður hefur verið rakið. Telja verður óumdeilt að löggjafinn hafi heimild til að setja samningsfrelsinu slíkar skorður enda séu slík lagafyrir- mæli skýr og ótvíræð. Reglur 13. gr. og 14. gr. vxl. fela það í sér að óheimilt er að verð- tryggja lán í íslenskum krónum með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Sökum þess að lagareglurnar eru ófrávíkjan- legar, sbr. 2. gr. laganna, er ljóst að þær fela í sér undantekningu frá meginreglunni um samningsfrelsi. Nánar tiltekið takmarka ákvæði VI. kafla vxl. samningsfrelsið með þeim hætti að óheimilt er að binda lánsskuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlends eða erlendra gjaldmiðla jafnvel þó að vilji samningsaðila standi til þess að slíkt sé gert. Í dómsmálum, þar sem ágreiningur málsaðila hefur snúist um lögmæti gengistryggingar, hefur þeirri málsástæðu gjarnan verið teflt fram af hálfu lánveitenda, til stuðnings því að gengisbinding viðkomandi lánsskuldbindingar sé í samræmi við lög, að lántakar 16 Páll Sigurðsson: Samningaréttur – Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar. Reykja- vík 1987, bls. 25-26. 17 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I – Efnd- ir kröfu. Reykjavík 2009, bls. 130-132.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.