Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 27
 verður að gæta að því að eftir gögnum málsins leitaði áfrýjandi ekki eftir því að taka á leigu frá stefnda bifreið, sem sá síðarnefndi átti þá þegar, heldur valdi áfrýjandi bifreiðina og samdi um kaup hennar, þar á meðal um verð og greiðslukjör, án þess að stefndi kæmi þar nærri. Þegar þetta allt er virt verður að líta svo á að stefndi hafi í raun veitt áfrýjanda lán til kaupa á bifreið, sem stefndi kaus í orði kveðnu að klæða í búning leigusamnings í stað þess að kaupa af áfrýjanda skuldabréf, sem tryggt væri með veði í bifreiðinni. Af þessum sökum verður lagt til grundvallar að hér hafi verið um að ræða lánssamning í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001.“ Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í máli nr. 153/2010 með sambærilegum rökstuðningi. Niðurstaða Hæstaréttar í tilvitnuðum dómum um skýringu á hugtakinu „lánsfé“ í skilningi 13. gr. og 14. gr. vxl. er í fullu samræmi við áralanga dómaframkvæmd í fjár- munarétti þess efnis að ekki skipti máli hvaða nafn menn gefa gern- ingum sínum heldur hvert sé raunverulegt inntak þeirra.37 Í því skyni að greina eðli samninganna réði orðalag þeirra ekki úrslitum heldur það hvert taldist vera raunverulegt eðli samninganna. Við túlkunina horfir Hæstiréttur til hugtaksskilgreininga láns- og leigu- samninga og kemst að þeirri niðurstöðu, að kaupleigusamningarnir væru lánssamningar „klæddir í búning“ leigusamninga, eins og það er orðað í dómunum. Nánar tiltekið eru þau atriði, sem Hæsti- réttur lítur til, þessi: (1) Hugtakanotkun í samningunum benti sum- part til þess að um lán væri að ræða. (2) Samningarnir báru vexti sem á engan veginn við í leigusamningum, eins og það er orðað í dómunum. (3) Ákvæði samninganna um uppgjör við slit þeirra voru ekki talin samrýmast reglum um uppgjör við slit leigusamn- inga.38 (4) Gengið var út frá því í samningunum að einstaklingarnir, sem um ræddi, yrðu eigendur bifreiðanna, í öðru tilvikinu án sér- stakrar greiðslu en í hinu tilvikinu gegn greiðslu á kr. 1.000 eftir að hafa innt af hendi mánaðarlegar afborganir af samningunum.39 (5) 37 Sjá t.d. Eyvindur G. Gunnarsson: „Um gengistryggð lán og verðtryggingu“, bls. 340. 38 Þessi nálgun Hæstaréttar er í samræmi við viðteknar skoðanir fræðimanna. Á blaðsíðu 31 í riti sínu Leiguréttur I bendir Páll Sigurðsson t.a.m. á að ef samið hefur verið um að leigutaki skuli greiða leigugjald fyrir allan leigutímann, enda þótt hið leigða farist áður en honum er lokið, kunni það að benda til að þar sé fremur um að ræða „dulbúin“ kaup held- ur en leigusamning. 39 Í grein Páls Sigurðssonar, „Fjármögnunarleiga (Financial Leasing)“, segir orðrétt á blaðsíðu 153: „Gera verður skýran mun á eiginlegri fjármögnunarleigu (eins og hún tíðkast hér á Norðurlöndum) annars vegar og svokallaðri „kaupleigu“ eða „leigukaupum“ (e. „purchase leasing“) hins vegar. Í „kaupleigu“ er svo um samið, að „leigjandinn“ geti sjálf- krafa orðið eigandi leigumunar, þegar samanlagðar „leigugreiðslur“ hans hafa náð tilskil- inni upphæð, enda verði þá það fé, sem hann hefur þegar greitt í „leigu“, hluti kaupverðs- ins (eða jafngildi því öllu). Leigukaup af þessu tagi eru í raun réttri ekki annað en „dulbú- in“ afborgunarkaup og ættu því að hlíta réttarreglum um afborgunarkaup, eftir því sem við verður komið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.