Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 35
máli nr. 652/2011 skýr en hinir almennu skilmálar í samningsform-
inu í máli nr. 282/2011 væru fyrst og fremst sniðnir að kaupleigu-
samningum og samrýmdust því í mörgum atriðum illa að um fjár-
mögnunarleigusamning væri að ræða.
Það sem hins vegar virðist ráða úrslitum um það hvort samn-
ingurinn taldist vera um lán eða leigu, sbr. orðalagið „milli þessara
tilvika skilur þó um það meginatriði“, er að ósannað þótti í máli nr.
652/2011 að samið hefði verið um að leigutaki myndi eignast hið
leigða gegn ákveðinni greiðslu við lok leigutímans.
Rétt er að taka þetta atriði til nánari skoðunar. Staðreyndin er sú
að hvorki í fjármögnunarleigusamningnum, sem um var deilt í máli
nr. 282/2011, né í samningnum sem fjallað var um í máli nr. 652/2011
var að finna samningsákvæði sem mæltu fyrir um að leigutakar
samkvæmt samningunum myndu eignaðist hið leigða gegn ákveð-
inni greiðslu í lok leigutímans. Þvert á móti var í báðum samning-
unum kveðið á um að í lok lágmarksleigutíma framlengdust samn-
ingarnir um óákveðinn tíma, væri þeim ekki sagt upp, en ekkert
minnst á að leigutaki ætti kauprétt að samningsandlagi í lok samn-
ingstíma. Þrátt fyrir þetta héldu leigutakar því fram í báðum dóms-
málunum að um það hefði verið samið við upphaf viðskipta samn-
ingsaðila að þeir myndu eignast samningsandlög samninganna við
lok leigutíma gegn ákveðinni greiðslu. Málin eru einnig sambærileg
að því leyti að í hvorugu málinu reyndi á réttarstöðuna hvað þetta
varðar í lok samningstíma.51
Eins og að framan er rakið taldi Hæstiréttur ósannað í máli nr.
652/2011 að samið hefði verið um að leigutaki myndi eignast samn-
ingsandlag fjármögnunarleigusamningsins gegn ákveðinni greiðslu
við lok samningstímans. Að mati höfundar eru þær sönnunarkröf-
ur, sem gerðar eru í þessu máli, fram úr hófi, samanborið við þær
kröfur sem gerðar voru til sönnunar í máli nr. 282/2011.
Það er vissulega rétt að sá sem byggir á því að í tengslum við
samningsgerð hafi verið samið sérstaklega um atriði sem ekki koma
fram í skriflegum samningi aðila ber þungann af sönnunarbyrðinni
hvað þetta varðar. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að
ákveðin viðmið varðandi sönnun og sönnunarkröfur voru sett fram
í máli nr. 282/2011. Í þessu sambandi er einnig nauðsynlegt að hafa í
huga að framlögð sönnunargögn í máli nr. 652/2011 sýndu fram á að
í öllu kynningarefni, sem stafaði frá eignaleigufyrirtækinu um langt
árabil, hafði fjármögnunarleiga verið kynnt með þeim hætti að
leigutaki ætti kost á að kaupa samningsandlag í lok samningstíma
51 Ástæða þess að ekki reyndi á réttarstöðuna í lok samningstíma í máli nr. 282/2011 var
sú að leigutaki varð gjaldþrota á samningstímanum en í máli nr. 652/2011 var samningstími
ekki liðinn þegar málið var höfðað.