Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 35
 máli nr. 652/2011 skýr en hinir almennu skilmálar í samningsform- inu í máli nr. 282/2011 væru fyrst og fremst sniðnir að kaupleigu- samningum og samrýmdust því í mörgum atriðum illa að um fjár- mögnunarleigusamning væri að ræða. Það sem hins vegar virðist ráða úrslitum um það hvort samn- ingurinn taldist vera um lán eða leigu, sbr. orðalagið „milli þessara tilvika skilur þó um það meginatriði“, er að ósannað þótti í máli nr. 652/2011 að samið hefði verið um að leigutaki myndi eignast hið leigða gegn ákveðinni greiðslu við lok leigutímans. Rétt er að taka þetta atriði til nánari skoðunar. Staðreyndin er sú að hvorki í fjármögnunarleigusamningnum, sem um var deilt í máli nr. 282/2011, né í samningnum sem fjallað var um í máli nr. 652/2011 var að finna samningsákvæði sem mæltu fyrir um að leigutakar samkvæmt samningunum myndu eignaðist hið leigða gegn ákveð- inni greiðslu í lok leigutímans. Þvert á móti var í báðum samning- unum kveðið á um að í lok lágmarksleigutíma framlengdust samn- ingarnir um óákveðinn tíma, væri þeim ekki sagt upp, en ekkert minnst á að leigutaki ætti kauprétt að samningsandlagi í lok samn- ingstíma. Þrátt fyrir þetta héldu leigutakar því fram í báðum dóms- málunum að um það hefði verið samið við upphaf viðskipta samn- ingsaðila að þeir myndu eignast samningsandlög samninganna við lok leigutíma gegn ákveðinni greiðslu. Málin eru einnig sambærileg að því leyti að í hvorugu málinu reyndi á réttarstöðuna hvað þetta varðar í lok samningstíma.51 Eins og að framan er rakið taldi Hæstiréttur ósannað í máli nr. 652/2011 að samið hefði verið um að leigutaki myndi eignast samn- ingsandlag fjármögnunarleigusamningsins gegn ákveðinni greiðslu við lok samningstímans. Að mati höfundar eru þær sönnunarkröf- ur, sem gerðar eru í þessu máli, fram úr hófi, samanborið við þær kröfur sem gerðar voru til sönnunar í máli nr. 282/2011. Það er vissulega rétt að sá sem byggir á því að í tengslum við samningsgerð hafi verið samið sérstaklega um atriði sem ekki koma fram í skriflegum samningi aðila ber þungann af sönnunarbyrðinni hvað þetta varðar. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að ákveðin viðmið varðandi sönnun og sönnunarkröfur voru sett fram í máli nr. 282/2011. Í þessu sambandi er einnig nauðsynlegt að hafa í huga að framlögð sönnunargögn í máli nr. 652/2011 sýndu fram á að í öllu kynningarefni, sem stafaði frá eignaleigufyrirtækinu um langt árabil, hafði fjármögnunarleiga verið kynnt með þeim hætti að leigutaki ætti kost á að kaupa samningsandlag í lok samningstíma 51 Ástæða þess að ekki reyndi á réttarstöðuna í lok samningstíma í máli nr. 282/2011 var sú að leigutaki varð gjaldþrota á samningstímanum en í máli nr. 652/2011 var samningstími ekki liðinn þegar málið var höfðað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.