Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 56
 bankinn skuldabréfið vegna vanskila og uppreiknaði eftirstöðvar bréfsins í samræmi við skilmála þess. Í kjölfarið höfðaði bankinn mál gegn hjón- unum til innheimtu eftirstöðva hins gjaldfallna skuldabréfs. Meðan á rekstri málsins í héraði stóð tóku gildi lög nr. 151/2010 sem gerðu bank- anum skylt að endurreikna húsnæðislán til neytenda. Af þessu tilefni breytti bankinn kröfugerð sinni í málinu til lækkunar með bókun þar sem fram kom að lánið hefði verið endurreiknað samkvæmt ákvæði X. til bráðabirgða, sbr. 18. gr. laga nr. 38/2001, sbr. lög nr. 151/2010. Niðurstaða héraðsdóms varð sú að fallast á endanlega kröfugerð bankans. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með eftirfarandi rökstuðningi: „Við úr- lausn þess hvort um gilt lán í erlendum gjaldmiðlum er að ræða eða ólög- mætt gengistryggt lán í íslenskum krónum er fyrst að líta til heitis skulda- bréfsins en fyrirsögn þess er: „Skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum.“ Í öðru lagi að lánsfjárhæðin er samkvæmt orðalagi skuldabréfsins fyrst tilgreind í þremur erlendum gjaldmiðlum, svissneskum frönkum, japönskum yen- um og evrum, og síðan jafnvirði lánsins í íslenskum krónum. Í þriðja lagi eru vextir samkvæmt skuldabréfinu til samræmis við að um erlent lán sé að ræða tilgreindir Libor og Euribor vextir. Í fjórða lagi er til skilmálabreyt- ingarinnar að líta, en fyrirsögn hennar er: „Skilmálabreyting skuldabréfs í erlendum myntum/mynteiningum“ og er jafnvirðisfjárhæðar í íslenskum krónum þar ekki getið. Þegar framangreind atriði eru virt verður lagt til grundvallar að hér hafi verið tekið gilt lán í hinum tilgreindu erlendu gjaldmiðlum.“ Af reifuninni hér að framan má ráða að heildstætt mat á efni samningsskilmálanna og fylgiskjala samningsins réði því að Hæsti- réttur komst að þeirri niðurstöðu að um gilt lán í erlendum gjald- miðlum væri að ræða. Vafalaust skipti mestu málið við matið hvern- ig tilgreiningu lánsfjárhæðarinnar var háttað en samkvæmt orðalagi skuldabréfsins voru fjárhæðir hinna erlendu mynta tilgreindar sér- staklega. Engu breytti um niðurstöðuna þótt vísað væri til jafnvirðis hinna erlendu mynta í íslenskum krónum í texta skuldabréfsins. 4.3.2.6 Dómur Hæstaréttar 11. júní 2012 í máli nr. 332/2012 Dómur Hæstaréttar 11. júní 2012 í máli nr. 332/2012 (Asknes) horfir til enn frekari skýringar á ákvæðum VI. kafla vxl. Niðurstaða Hæsta- réttar, sem skipaður var þremur dómurum, varð sú að um gilt lán í erlendri mynt hefði verið að ræða. Þó að það verði ekki lesið með skýrum hætti úr forsendum dómsins að eitt atriði hafi vegið þyngra en annað við mat Hæstaréttar á því hvort um lán í íslenskum krón- um í erlendri mynt hafi verið að ræða þá verður að álykta sem svo, út frá þeim leiðbeiningum, sem fram koma í öðrum dómum réttar- ins á þessu sviði, að þyngst hafi vegið sú staðreynd að lánsfjárhæð- in var greidd út í erlendum gjaldmiðli og lögð inn á gjaldeyris- reikning í eigu lántaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.