Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 56
bankinn skuldabréfið vegna vanskila og uppreiknaði eftirstöðvar bréfsins
í samræmi við skilmála þess. Í kjölfarið höfðaði bankinn mál gegn hjón-
unum til innheimtu eftirstöðva hins gjaldfallna skuldabréfs. Meðan á
rekstri málsins í héraði stóð tóku gildi lög nr. 151/2010 sem gerðu bank-
anum skylt að endurreikna húsnæðislán til neytenda. Af þessu tilefni
breytti bankinn kröfugerð sinni í málinu til lækkunar með bókun þar sem
fram kom að lánið hefði verið endurreiknað samkvæmt ákvæði X. til
bráðabirgða, sbr. 18. gr. laga nr. 38/2001, sbr. lög nr. 151/2010. Niðurstaða
héraðsdóms varð sú að fallast á endanlega kröfugerð bankans. Hæstiréttur
staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með eftirfarandi rökstuðningi: „Við úr-
lausn þess hvort um gilt lán í erlendum gjaldmiðlum er að ræða eða ólög-
mætt gengistryggt lán í íslenskum krónum er fyrst að líta til heitis skulda-
bréfsins en fyrirsögn þess er: „Skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum.“ Í öðru
lagi að lánsfjárhæðin er samkvæmt orðalagi skuldabréfsins fyrst tilgreind
í þremur erlendum gjaldmiðlum, svissneskum frönkum, japönskum yen-
um og evrum, og síðan jafnvirði lánsins í íslenskum krónum. Í þriðja lagi
eru vextir samkvæmt skuldabréfinu til samræmis við að um erlent lán sé
að ræða tilgreindir Libor og Euribor vextir. Í fjórða lagi er til skilmálabreyt-
ingarinnar að líta, en fyrirsögn hennar er: „Skilmálabreyting skuldabréfs í
erlendum myntum/mynteiningum“ og er jafnvirðisfjárhæðar í íslenskum
krónum þar ekki getið. Þegar framangreind atriði eru virt verður lagt til
grundvallar að hér hafi verið tekið gilt lán í hinum tilgreindu erlendu
gjaldmiðlum.“
Af reifuninni hér að framan má ráða að heildstætt mat á efni
samningsskilmálanna og fylgiskjala samningsins réði því að Hæsti-
réttur komst að þeirri niðurstöðu að um gilt lán í erlendum gjald-
miðlum væri að ræða. Vafalaust skipti mestu málið við matið hvern-
ig tilgreiningu lánsfjárhæðarinnar var háttað en samkvæmt orðalagi
skuldabréfsins voru fjárhæðir hinna erlendu mynta tilgreindar sér-
staklega. Engu breytti um niðurstöðuna þótt vísað væri til jafnvirðis
hinna erlendu mynta í íslenskum krónum í texta skuldabréfsins.
4.3.2.6 Dómur Hæstaréttar 11. júní 2012 í máli nr. 332/2012
Dómur Hæstaréttar 11. júní 2012 í máli nr. 332/2012 (Asknes) horfir til
enn frekari skýringar á ákvæðum VI. kafla vxl. Niðurstaða Hæsta-
réttar, sem skipaður var þremur dómurum, varð sú að um gilt lán í
erlendri mynt hefði verið að ræða. Þó að það verði ekki lesið með
skýrum hætti úr forsendum dómsins að eitt atriði hafi vegið þyngra
en annað við mat Hæstaréttar á því hvort um lán í íslenskum krón-
um í erlendri mynt hafi verið að ræða þá verður að álykta sem svo,
út frá þeim leiðbeiningum, sem fram koma í öðrum dómum réttar-
ins á þessu sviði, að þyngst hafi vegið sú staðreynd að lánsfjárhæð-
in var greidd út í erlendum gjaldmiðli og lögð inn á gjaldeyris-
reikning í eigu lántaka.