Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 88
8
samband lækna og sjúklinga. Frá 1980 hafi sjónarhorn réttinda sjúk-
linga tekið við, og þá ekki aðeins í tengslum við samband þeirra og
heilbrigðisstarfsmanna heldur einnig gagnvart heilbrigðiskerfinu
sem slíku. Þetta hafi byggst á læknalögum frá 1980 sem kváðu í
fyrsta sinn á um ákveðin réttindi sjúklinga og lögum um grunnheil-
brigðisþjónustu frá 1982 sem kváðu á um rétt til grunnheilbrigð-
isþjónustu til viðbótar við áður gildandi rétt til neyðarþjónustu.55
Lög um heilbrigðis- og velferðarþjónustu frá 2011 hafa nú tekið við
af lögum um grunnheilbrigðisþjónustu.56 Núgildandi sóttvarnarlög
voru sett árið 1994,57 en kjarni heilbrigðisréttarins var síðan lögfest-
ur árið 1999 með lögum um réttindi sjúklinga,58 lögum um heil-
brigðisstarfsmenn,59 lögum um sérhæfða heilbrigðisþjónustu60 og
lögum um geðheilbrigðisþjónustu.61 Einnig gilda sérstök lög um
stjórnsýslu á sviði heilbrigðismála frá árinu 200162 og sama ár voru
sett lög um skaðabætur til sjúklinga vegna mistaka í heilbrigðisþjón-
ustu63 sem og lög um sjúkraskrár.64 Fyrsta löggjöf á sviði líftækni
voru lög um tæknifrjóvgun sem sett voru árið 1987, en núgildandi
löggjöf er heildstæð löggjöf um notkun líftækni í lækningum frá
árinu 200365 og lög um lífsýnabanka frá árinu 2003.66 Árið 2008 voru
loks sett lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.67 Auk þeirra
lagabálka sem taldir hafa verið upp eru í gildi lög um einstaka sjúk-
dóma og meðferðir68 auk löggjafar um óhefðbundnar meðferðir.69
Noregur undirritaði sáttmálann um mannréttindi og líflæknisfræði
árið 1997 og fullgilti hann árið 2006. Við Oslóarháskóla hefur lengi
verið boðið upp á námskeið í heilbrigðisrétti og eru slík námskeið
nú í boði bæði á BA stigi og meistarastigi. Við háskólann í Bergen
eru á meistarastigi kennd námskeið í rétti til heilbrigðisþjónustu og
félagslegrar velferðarþjónustu annars vegar og í sjálfræði og þving-
unarúrræðum í heilbrigðis- og félagsþjónustu hins vegar.
55 Asbjørn Kjønstad og Aslak Syse: „The Growth of Patients’ Rights in Norway”. Í ritinu
Lotta Westerhäll og Charles Phillips (ritstj.), Patient’s Rights – Informed Consent, Access and
Equality, Nerenius & Santérus, Stokkhólmi 1994, bls. 255-278, á bls. 271.
56 LOV 2011-06-24 nr. 30: Lov om kommunale helse- og omsorgstjenester m.m.
57 LOV 1994-08-05, nr. 55: Lov om vern mot smittsomme sykdommer.
58 LOV 1999-07-02 nr. 63: Lov om pasient- og brukerrettigeter.
59 LOV 1999-07-02 nr. 64: Lov om helsepersonell m.v.
60 LOV 1999-07-02 nr. 61: Lov om spesialisthelsetjenesten m.m.
61 LOV 1999-07-02 nr. 62: Lov om etablering og gjennomføring av psykisk helsevern.
62 LOV 2001-06-15 nr. 93: Lov om helseforetak m.m.
63 LOV 2001-06-15 nr. 53: Lov om erstatning ved pasientskader mv.
64 LOV 2001-05-08 nr. 24: Lov om helseregistre og behandling av helseopplysninger.
65 LOV 2003-12-05 nr. 100: Lov om humanmedisinsk bruk af bioteknologi m.m.
66 LOV 2003-02-21 nr. 12: Lov om behandlingsbiobanker.
67 LOV 2008-06-20 nr. 44: Lov om medisinsk og helsefaglig forskning.
68 T.d. LOV 1977-06-06 nr. 57: Lov om sterilisering.
69 LOV 2003-06-27 nr. 64: Lov om alternativ behandling av sykdom mv.