Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 88

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 88
8 samband lækna og sjúklinga. Frá 1980 hafi sjónarhorn réttinda sjúk- linga tekið við, og þá ekki aðeins í tengslum við samband þeirra og heilbrigðisstarfsmanna heldur einnig gagnvart heilbrigðiskerfinu sem slíku. Þetta hafi byggst á læknalögum frá 1980 sem kváðu í fyrsta sinn á um ákveðin réttindi sjúklinga og lögum um grunnheil- brigðisþjónustu frá 1982 sem kváðu á um rétt til grunnheilbrigð- isþjónustu til viðbótar við áður gildandi rétt til neyðarþjónustu.55 Lög um heilbrigðis- og velferðarþjónustu frá 2011 hafa nú tekið við af lögum um grunnheilbrigðisþjónustu.56 Núgildandi sóttvarnarlög voru sett árið 1994,57 en kjarni heilbrigðisréttarins var síðan lögfest- ur árið 1999 með lögum um réttindi sjúklinga,58 lögum um heil- brigðisstarfsmenn,59 lögum um sérhæfða heilbrigðisþjónustu60 og lögum um geðheilbrigðisþjónustu.61 Einnig gilda sérstök lög um stjórnsýslu á sviði heilbrigðismála frá árinu 200162 og sama ár voru sett lög um skaðabætur til sjúklinga vegna mistaka í heilbrigðisþjón- ustu63 sem og lög um sjúkraskrár.64 Fyrsta löggjöf á sviði líftækni voru lög um tæknifrjóvgun sem sett voru árið 1987, en núgildandi löggjöf er heildstæð löggjöf um notkun líftækni í lækningum frá árinu 200365 og lög um lífsýnabanka frá árinu 2003.66 Árið 2008 voru loks sett lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.67 Auk þeirra lagabálka sem taldir hafa verið upp eru í gildi lög um einstaka sjúk- dóma og meðferðir68 auk löggjafar um óhefðbundnar meðferðir.69 Noregur undirritaði sáttmálann um mannréttindi og líflæknisfræði árið 1997 og fullgilti hann árið 2006. Við Oslóarháskóla hefur lengi verið boðið upp á námskeið í heilbrigðisrétti og eru slík námskeið nú í boði bæði á BA stigi og meistarastigi. Við háskólann í Bergen eru á meistarastigi kennd námskeið í rétti til heilbrigðisþjónustu og félagslegrar velferðarþjónustu annars vegar og í sjálfræði og þving- unarúrræðum í heilbrigðis- og félagsþjónustu hins vegar. 55 Asbjørn Kjønstad og Aslak Syse: „The Growth of Patients’ Rights in Norway”. Í ritinu Lotta Westerhäll og Charles Phillips (ritstj.), Patient’s Rights – Informed Consent, Access and Equality, Nerenius & Santérus, Stokkhólmi 1994, bls. 255-278, á bls. 271. 56 LOV 2011-06-24 nr. 30: Lov om kommunale helse- og omsorgstjenester m.m. 57 LOV 1994-08-05, nr. 55: Lov om vern mot smittsomme sykdommer. 58 LOV 1999-07-02 nr. 63: Lov om pasient- og brukerrettigeter. 59 LOV 1999-07-02 nr. 64: Lov om helsepersonell m.v. 60 LOV 1999-07-02 nr. 61: Lov om spesialisthelsetjenesten m.m. 61 LOV 1999-07-02 nr. 62: Lov om etablering og gjennomføring av psykisk helsevern. 62 LOV 2001-06-15 nr. 93: Lov om helseforetak m.m. 63 LOV 2001-06-15 nr. 53: Lov om erstatning ved pasientskader mv. 64 LOV 2001-05-08 nr. 24: Lov om helseregistre og behandling av helseopplysninger. 65 LOV 2003-12-05 nr. 100: Lov om humanmedisinsk bruk af bioteknologi m.m. 66 LOV 2003-02-21 nr. 12: Lov om behandlingsbiobanker. 67 LOV 2008-06-20 nr. 44: Lov om medisinsk og helsefaglig forskning. 68 T.d. LOV 1977-06-06 nr. 57: Lov om sterilisering. 69 LOV 2003-06-27 nr. 64: Lov om alternativ behandling av sykdom mv.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.