Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 41
leigusamninga. Ekki verður annað séð en að hið sama eigi við um
einkaleigusamninga með kauprétti.60
Hinir hefðbundnu einkaleigusamningar, sem um er getið hér að
framan, hafa hins vegar meiri líkindi með rekstrarleigusamningum.
Hefðbundnir einkaleigusamningar bera vissulega mörg einkenni
leigusamninga en einnig er í slíkum samningum að finna mörg
samningsákvæði sem samrýmast því vart að um leigu geti verið að
ræða. Þó að vissulega sé erfitt að gera sér í hugarlund hver niður-
staða dómstóla yrði um slíka samninga verður að telja, með hliðsjón
af dómafordæmum Hæstaréttar í málum nr. 92/2010, 153/2010 og
enn frekar í málum nr. 282/2011 og 652/2011, að meiri líkur séu á að
slíkir samningar teljist fremur vera um leigu en lán enda umsamið
að skila beri samningsandlagi til seljanda í lok samningstíma.
Fyrir liggur að þau eignaleigufyrirtæki, sem buðu upp á valkost
um einkaleigu, hafa ekki fallist á að slíkir samningar séu í eðli sínu
lánssamningar og gildir þá einu hvort um hefðbundna einkaleigu-
samninga er að ræða eða einkaleigu með kauprétti. Það er því ljóst
að til þess að eyða óvissu um raunverulegt eðli einkaleigusamninga
þarf að fá niðurstöðu dómstóla um álitaefnið. Dómsmál er nú rekið
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar þetta er ritað, þar sem reyna
mun á lögmæti gengisbindingar í einkaleigusamningi með kaup-
rétti. Að öllu forfallalausu ætti dómur í því máli að líta dagsins ljós
fyrir réttarhlé 2013.61
4.3 Hvenær er lánsfé í „íslenskum krónum“ í skilningi VI. kafla vxl?
Líkt og áður er rakið er gildissvið VI. kafla vxl. bundið við sparifé
og lánsskuldbindingar í íslenskum krónum. Í þessu felst m.a. að lán
í erlendri mynt falla ekki undir reglur um heimildir til verðtrygg-
ingar í íslenskum krónum í VI. kafla vxl. Sá aragrúi samningsskil-
mála, með mismunandi orðalagi, sem í notkun voru hjá íslenskum
fjármálafyrirtækjum fyrir efnahagshrunið hafa gert það að verkum
að mörg dómsmál hafa verið rekin þar sem deilt hefur verið um
hvort tiltekin skuldbinding sé í íslenskum krónum eða erlendri
mynt eða myntum eftir atvikum.
Lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu svara því ekki hve-
nær tiltekin skuldbinding telst vera í íslenskum krónum eða erlendri
mynt. Úrlausn um þetta ræðst því af atvikum hverju sinni. Hvorki í
60 Þessu til stuðnings skal á það bent að í samningsskilmálum einkaleigusamninga með
kauprétti er iðulega að finna ákvæði þar sem beinlínis er tekið fram að viðkomandi samn-
ingur „sé í eðli sínu kaupleigusamningur“.
61 Ef einkaleigusamningar teljast falla í flokk eignaleigusamninga þá felur það í sér að
einkaleigusamningar, sem einstaklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki vegna kaupa á bif-
reiðum til einkanota, falla samkvæmt X. ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 38/2001, sbr. 2.
gr. laga nr. 151/2010, undir gildissvið 18. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 1. gr. laga nr. 151/2010.