Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 44
 tækja að lánssamningar, sem að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis innihalda óskuldbindandi gengistryggingarákvæði, sbr. framan- greinda dóma Hæstaréttar, verði endurreiknaðir. Í stað gengistrygg- ingar og erlends vaxtaviðmiðs skuli miða við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxt- um á nýjum almennum verðtryggðum útlánum og beitt er þegar óvissa ríkir um lánakjör, sbr. 18. gr. og 4. gr. vxl., nema aðilar semji um annað. Þrátt fyrir að niðurstöður Hæstaréttar í framangreindum málum nr. 92/2010 og 153/2010 hafi í fyrstu verið langt frá því óumdeildar var þó ljóst að kaupleigusamningar, sem einstaklingar höfðu gert við fjármálafyrirtæki, væru í eðli sínu lánssamningar í íslenskum krónum sem innihéldu ólögmæta gengistryggingu.64 Í samræmi við þetta hófu flest þeirra fjármálafyrirtækja, sem boðið höfðu við- skiptavinum sínum upp á kaupleigusamninga, endurútreikning slíkra samninga í októbermánuði 2010.65 4.3.1.2 Dómur Hæstaréttar 16. september 2010 í máli nr. 471/2010 Í kjölfar dóma Hæstaréttar 16. júní 2010 í málum nr. 92/2010 og 153/2010 skapaðist, eins og áður segir, óvissa um hvaða vaxtakjör ættu að gilda á þeim samningum sem færu í bága við reglur VI. kafla vxl.66 Þó að það falli að meginstefnu til utan efnissviðs þessarar greinar að fjalla um þetta álitaefni verður ekki hjá því komist, samhengisins 64 Síðari dómar Hæstaréttar styrkja fordæmisgildi dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 og þau grundvallarsjónarmið sem þar réðu úrslitum. Sem dæmi má nefna dóm Hæstaréttar 24. nóvember 2011 í máli nr. 120/2011, þar sem deilt var um lögmæti gengisbindingar láns „til 18 mánaða að fjárhæð að jafnvirði / Fjárhæð 3.990.334 kr. / 50% í íslenskum krónum (óverð- tryggt) og 50% í erlendum myntum“, með þeim skilmálum sem fram koma í samningnum. Í samningnum segir orðrétt um hinn erlenda hluta lánsins: „Sá helmingur lánsins sem er í erlendum myntum skal vera samsettur úr eftirfarandi myntum í eftirgreindum hlutföllum: USD 10%, EUR 25%, CHF 10% og JPY 5%“. Þá var í samningnum kveðið á um að ráðstafa skyldi lánsfjárhæðinni beint inn á tilgreindan reikning lánveitanda til þess að fjármagna kaup lántaka á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði vegna aukningar á stofnfé sparisjóðsins. Niðurstaða Hæstaréttar varð sú að lánssamningurinn væri að öllu leyti í íslenskum krón- um og að ákvæði hans sem tengdu helming lánsfjárhæðarinnar við gengi bandarísks doll- ars, evru, svissnesks franka og japansks jens, væru í andstöðu við VI. kafla vxl. og væru óskuldbindandi fyrir lántaka. 65 Í dómi Hæstaréttar 16. september 2010 í máli nr. 471/2010 (Vaxtadómur I) var t.a.m. óum- deilt milli málsaðila að sá samningur, sem þar var um deilt, væri um lán í íslenskum krón- um, sem bundið væri við gengi tiltekinna erlendra gjaldmiðla, og að slík gengistrygging væri óheimil samkvæmt ófrávíkjanlegum reglum vxl. 66 Dæmi um þetta er dómur Hæstaréttar 16. júní 2010 í máli nr. 347/2010. Niðurstaða Hæsta- réttar var sú að hafna kröfu eignaleigufyrirtækisins L um að bifreið í vörslu S yrði afhent félaginu með beinni aðfarargerð með vísan til þess að slík óvissa hefði verið um ætluð van- skil S við riftun samnings aðila að ekki væru uppfyllt skilyrði 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför til að leyfa hina umbeðnu aðfarargerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.