Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 44
tækja að lánssamningar, sem að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis
innihalda óskuldbindandi gengistryggingarákvæði, sbr. framan-
greinda dóma Hæstaréttar, verði endurreiknaðir. Í stað gengistrygg-
ingar og erlends vaxtaviðmiðs skuli miða við vexti sem Seðlabanki
Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum
óverðtryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxt-
um á nýjum almennum verðtryggðum útlánum og beitt er þegar
óvissa ríkir um lánakjör, sbr. 18. gr. og 4. gr. vxl., nema aðilar semji
um annað.
Þrátt fyrir að niðurstöður Hæstaréttar í framangreindum málum
nr. 92/2010 og 153/2010 hafi í fyrstu verið langt frá því óumdeildar
var þó ljóst að kaupleigusamningar, sem einstaklingar höfðu gert
við fjármálafyrirtæki, væru í eðli sínu lánssamningar í íslenskum
krónum sem innihéldu ólögmæta gengistryggingu.64 Í samræmi við
þetta hófu flest þeirra fjármálafyrirtækja, sem boðið höfðu við-
skiptavinum sínum upp á kaupleigusamninga, endurútreikning
slíkra samninga í októbermánuði 2010.65
4.3.1.2 Dómur Hæstaréttar 16. september 2010 í máli nr. 471/2010
Í kjölfar dóma Hæstaréttar 16. júní 2010 í málum nr. 92/2010 og 153/2010
skapaðist, eins og áður segir, óvissa um hvaða vaxtakjör ættu að
gilda á þeim samningum sem færu í bága við reglur VI. kafla vxl.66
Þó að það falli að meginstefnu til utan efnissviðs þessarar greinar
að fjalla um þetta álitaefni verður ekki hjá því komist, samhengisins
64 Síðari dómar Hæstaréttar styrkja fordæmisgildi dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 og
þau grundvallarsjónarmið sem þar réðu úrslitum. Sem dæmi má nefna dóm Hæstaréttar 24.
nóvember 2011 í máli nr. 120/2011, þar sem deilt var um lögmæti gengisbindingar láns „til 18
mánaða að fjárhæð að jafnvirði / Fjárhæð 3.990.334 kr. / 50% í íslenskum krónum (óverð-
tryggt) og 50% í erlendum myntum“, með þeim skilmálum sem fram koma í samningnum.
Í samningnum segir orðrétt um hinn erlenda hluta lánsins: „Sá helmingur lánsins sem er í
erlendum myntum skal vera samsettur úr eftirfarandi myntum í eftirgreindum hlutföllum:
USD 10%, EUR 25%, CHF 10% og JPY 5%“. Þá var í samningnum kveðið á um að ráðstafa
skyldi lánsfjárhæðinni beint inn á tilgreindan reikning lánveitanda til þess að fjármagna
kaup lántaka á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði vegna aukningar á stofnfé sparisjóðsins.
Niðurstaða Hæstaréttar varð sú að lánssamningurinn væri að öllu leyti í íslenskum krón-
um og að ákvæði hans sem tengdu helming lánsfjárhæðarinnar við gengi bandarísks doll-
ars, evru, svissnesks franka og japansks jens, væru í andstöðu við VI. kafla vxl. og væru
óskuldbindandi fyrir lántaka.
65 Í dómi Hæstaréttar 16. september 2010 í máli nr. 471/2010 (Vaxtadómur I) var t.a.m. óum-
deilt milli málsaðila að sá samningur, sem þar var um deilt, væri um lán í íslenskum krón-
um, sem bundið væri við gengi tiltekinna erlendra gjaldmiðla, og að slík gengistrygging
væri óheimil samkvæmt ófrávíkjanlegum reglum vxl.
66 Dæmi um þetta er dómur Hæstaréttar 16. júní 2010 í máli nr. 347/2010. Niðurstaða Hæsta-
réttar var sú að hafna kröfu eignaleigufyrirtækisins L um að bifreið í vörslu S yrði afhent
félaginu með beinni aðfarargerð með vísan til þess að slík óvissa hefði verið um ætluð van-
skil S við riftun samnings aðila að ekki væru uppfyllt skilyrði 78. gr. laga nr. 90/1989 um
aðför til að leyfa hina umbeðnu aðfarargerð.