Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 22
0
samkvæmt 14. gr. laganna nema lög kveði á um annað. Samkvæmt
14. gr. vxl., sbr. 1. gr. laga nr. 51/2007, er heimilt að verðtryggja
sparifé og lánsfé samkvæmt 13. gr. sé grundvöllur verðtrygging-
arinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar sam-
kvæmt lögum, sem um vísitöluna gilda, og birtir mánaðarlega í
Lögbirtingablaði. Vísitala, sem reiknuð er og birt í tilteknum mán-
uði, gildir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þar
næsta mánaðar. Í 2. mgr. 14. gr. er tekið fram að í lánssamningi sé þó
heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða
safn slíkra vísitalna sem mæla ekki breytingar á almennu verðlagi.
Af framangreindum reglum VI. kafla vxl. leiðir, eins og áður
hefur komið fram, að lánsfé í íslenskum krónum verður einungis
verðtryggt með lögmætum hætti sé grundvöllur verðtryggingarinn-
ar vísitala neysluverðs eða hlutabréfavísitala líkt og nánar er mælt
fyrir um í 14. gr. vxl.
Rétt er þó að láta þess getið að vera kann að í lögum sé gert ráð
fyrir verðtryggingu fjárskuldbindinga, m.a. miðað við gengi er-
lendra gjaldmiðla. Slík lagaákvæði verða þó ekki talin veita sjálf-
stæða heimild til að miða skuldbindingar í íslenskum krónum við
gengi erlendra gjaldmiðla heldur ræðst það af almennum reglum
um verðtryggingu á hverjum tíma.23 Sem dæmi um þetta má nefna
ákvæði 2. mgr. og 3. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð.24
Í þessum kafla verður leitast við að skýra ákvæði VI. kafla vxl.
með hliðsjón af orðalagi lagaákvæðanna, lögskýringargögnum og
þeim hæstaréttardómum þar sem reynt hefur á skýringu þeirra.
Grundvallaratriði í þessu sambandi er túlkun Hæstaréttar á hug-
tökunum „lánsfé í íslenskum krónum“ sem markað hefur gildissvið
VI. kafla vxl.
4.2 Hugtakið „lánsfé“ í skilningi VI. kafla vxl.
Lánveitingar eru einn meginþáttur í starfsemi fjármálafyrirtækja.
Lánafyrirgreiðslur geta vitaskuld verið með ýmsu móti, t.d. í formi
yfirdráttar á bankareikningi, lántaki gefur út skuldaviðurkenningu
eða gerir sérstakan lánssamning við fjármálafyrirtæki um að endur-
greiða lánsfjárhæðina á tilteknum gjalddaga eða gjalddögum.
Hugtakið „lánsfé“ er meginatriði í 1. mgr. 13. gr. vxl. enda ljóst
að aðrar tegundir samninga en samningar um lán, eins og t.a.m.
23 Eyvindur G. Gunnarsson: „Um gengistryggð lán og verðtryggingu“, bls. 338.
24 Í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1997 er veitt heimild til að tilgreina fjárhæð veðkröfu hvort
heldur sem er í íslenskum krónum, erlendri mynt eða reiknieiningu, sem hefur skráð gengi
í íslenskum bönkum og sparisjóðum, eða reiknieiningu sem tekur mið af skráðu gengi er-
lendra gjaldmiðla. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laganna er heimilt í veðbréfi að binda fjárhæðir
við hækkun samkvæmt vísitölu eða gengi enda sé það tilgreint í bréfinu sjálfu og þar komi
fram tegund og grunntala verðtryggingar.