Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 28
 Einstaklingarnir leituðu ekki til eignaleigufyrirtækjanna til að taka á leigu bifreið, sem þeir síðarnefndu áttu þá þegar, heldur hafi ein- staklingarnir valið bifreiðina og samið um kaup hennar án þess að eignaleigufyrirtækin hafi komið þar nærri. Líkt og nánar verður fjallað um í kafla 4.3.1.1 hér á eftir varð niðurstaða réttarins í báðum málunum einnig sú að lánssamning- arnir væru um skuldbindingu í íslenskum krónum og þ.a.l. væri óheimilt að binda skuldbindingar samkvæmt samningunum við gengi erlendra gjaldmiðla samkvæmt reglum 13. gr. og 14. gr., sbr. 2. gr. vxl. 4.2.1.2 Fjármögnunarleigusamningar Fjármögnunarleigusamningar falla, eins og áður hefur verið nefnt, undir yfirhugtakið eignaleigusamningar. Innan eignaleiguviðskipta er fjölbreytni fjármögnunarleigusamninga hvað mest og ákvæði slíkra samninga geta verið margvísleg.40 Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 20. gr., sbr. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002, fellur fjármögnunarleiga innan starfsheimilda lánafyrirtækja í skilningi laganna. Skilgreiningu á fjármögnunarleigu er ekki að finna í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Skilgreiningu á hugtakinu var hins vegar að finna í lögum nr. 19/1989 um eignarleigu sem nú eru fallin úr gildi. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. síðastnefndra laga merkir fjár- mögnunarleiga þá samningsstöðu samkvæmt eignaleigusamningi að leigusali hefur afsalað sér að verulegu leyti áhættu og rétti til arðs sem tengist eignarétti leigusala. Eignaréttur helst þó hjá leigu- sala. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 19/1989 um eignarleigu kemur fram að skilgreiningin, sem byggt er á í frumvarpinu, taki mið af IAS 17 (e. International Accounting Standard 17) sem er alþjóðlegur staðall um bókhald. Í 4. gr. núgildandi staðals IAS 17, sem tekinn hefur verið inn í XXII. viðauka EES-samningsins, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnar- innar nr. 1725/2003, sbr. reglugerð nr. 180/2006 um gildistöku reglu- gerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reiknings- skilastaðla, er fjármögnunarleiga skilgreind með eftirfarandi hætti: „Fjármögnunarleiga er leigusamningur sem yfirfærir svo til alla 40 Alþt. 1988-1989, A-deild, þskj. 2 – 2. mál, bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.