Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 28
Einstaklingarnir leituðu ekki til eignaleigufyrirtækjanna til að taka
á leigu bifreið, sem þeir síðarnefndu áttu þá þegar, heldur hafi ein-
staklingarnir valið bifreiðina og samið um kaup hennar án þess að
eignaleigufyrirtækin hafi komið þar nærri.
Líkt og nánar verður fjallað um í kafla 4.3.1.1 hér á eftir varð
niðurstaða réttarins í báðum málunum einnig sú að lánssamning-
arnir væru um skuldbindingu í íslenskum krónum og þ.a.l. væri
óheimilt að binda skuldbindingar samkvæmt samningunum við
gengi erlendra gjaldmiðla samkvæmt reglum 13. gr. og 14. gr., sbr.
2. gr. vxl.
4.2.1.2 Fjármögnunarleigusamningar
Fjármögnunarleigusamningar falla, eins og áður hefur verið nefnt,
undir yfirhugtakið eignaleigusamningar. Innan eignaleiguviðskipta
er fjölbreytni fjármögnunarleigusamninga hvað mest og ákvæði
slíkra samninga geta verið margvísleg.40 Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr.
20. gr., sbr. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002, fellur fjármögnunarleiga
innan starfsheimilda lánafyrirtækja í skilningi laganna.
Skilgreiningu á fjármögnunarleigu er ekki að finna í lögum nr.
161/2002 um fjármálafyrirtæki. Skilgreiningu á hugtakinu var hins
vegar að finna í lögum nr. 19/1989 um eignarleigu sem nú eru fallin
úr gildi. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. síðastnefndra laga merkir fjár-
mögnunarleiga þá samningsstöðu samkvæmt eignaleigusamningi
að leigusali hefur afsalað sér að verulegu leyti áhættu og rétti til
arðs sem tengist eignarétti leigusala. Eignaréttur helst þó hjá leigu-
sala. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því sem varð að
lögum nr. 19/1989 um eignarleigu kemur fram að skilgreiningin,
sem byggt er á í frumvarpinu, taki mið af IAS 17 (e. International
Accounting Standard 17) sem er alþjóðlegur staðall um bókhald.
Í 4. gr. núgildandi staðals IAS 17, sem tekinn hefur verið inn í
XXII. viðauka EES-samningsins, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnar-
innar nr. 1725/2003, sbr. reglugerð nr. 180/2006 um gildistöku reglu-
gerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reiknings-
skilastaðla, er fjármögnunarleiga skilgreind með eftirfarandi hætti:
„Fjármögnunarleiga er leigusamningur sem yfirfærir svo til alla
40 Alþt. 1988-1989, A-deild, þskj. 2 – 2. mál, bls. 28.