Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 90

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 90
88 dóma og meðferðir.83 Svíþjóð undirritaði sáttmálann um mannrétt- indi og líflæknisfræði árið 1997 en hefur ekki enn fullgilt hann. Þrátt fyrir þá sérstöðu sænskra laga að nálgast réttindi sjúklinga með neikvæðum hætti virðist fræðileg nálgun heilbrigðisréttar hafa þró- ast í réttindamiðaða nálgun. Þetta er ekki síst talið mega rekja til aukinnar meðvitundar um hið víðara evrópska og alþjóðlega sam- hengi landsréttarins. Það virðist einnig vera ákveðin tilhneiging til þess að að rökstyðja og/eða spá fyrir um frekari þróun réttindamið- aðrar nálgunar í sænskum heilbrigðisrétti í framtíðinni.85 Við Há- skólann í Uppsölum hefur verið boðið upp á námskeið á meistara- stigi í sænskum heilbrigðisrétti og evrópskum líflæknisfræðirétti og við þann háskóla var stofnað til formlegrar prófessorsstöðu í heil- brigðisrétti árið 2003. Þá var stofnað til stöðu í heilbrigðisrétti við háskólann í Lundi á árinu 2011. 5. ER HEILBRIGÐISRÉTTUR TALINN SJÁLFSTÆTT RÉTTARSVIÐ Á NORÐURLÖNDUNUM? 5.1 Afstaða norrænna fræðimanna Mette Hartlev telur að í dönskum rétti hafi heilbrigðisréttur öðlast stöðu sjálfstæðs réttarsviðs frá því um miðjan níunda áratug síð- ustu aldar. Hún byggir á því að þá hafi meðvitund um sérstaka heil- brigðisréttarlega nálgun aukist mjög, ekki síst vegna þeirrar áherslu á réttindi sjúklinga sem þróast hafði bæði í landsrétti og í þjóðarétti, en einnig vegna þeirra mikilvægu samfélagslegu hagsmuna sem tengjast réttarsviðinu svo sem vegna kostnaðar við rekstur heil- brigðisþjónustu.86 Hún telur heilbrigðisréttinn byggjast á átta meg- inreglum. Í fyrsta lagi sé meginregla um sjálfsákvörðunarrétt (au- tonomiprincippet) sem birtist í reglum um upplýst samþykki og rétt til að velja á milli meðferðaraðila, í öðru lagi meginregla um mannlega reisn (værdighedsprincippet) sem birtist í því að allar manneskjur hafi sama gildi og eigi rétt á sömu virðingu, í þriðja lagi sé meginregla um friðhelgi manneskjunnar (integritetsprincip- pet) sem taki bæði til andlegra og líkamlegra þátta og loks sé megin- regla um trúnað (fortrolighed) sem vísi til trúnaðarsambands heilbrigðisstarfsmanna og sjúklings. Þessar fjórar meginreglur telur hún raunar nokkuð samtvinnaðar. Þá telur hún gilda meginreglu 83 T.d. Lag (1987:269) om kriterier for bestämmande af människans död; Lag (1995:831) om transplantation m.m. og Lag (2001:499) om omskärelse av pojkar o.fl.  Sjá t.d. Elisabeth Rynning: „Svensk rättsutveckling på biomedicinens område – Mellan framtidstro of försiktighet”. Í ritinu Ulf Görman, Carl-Gustaf Andrén og Göran Hermerén (ritstj.), Att forma vår framtid – Bioteknikens möjligheter och problem, Nordic Academic Press, Lundi 2007, bls. 134-151, á bls. 136-137. 85 Lena Rönnberg: Hälso – och sjukvårdsrätt, bls. 281. 86 Mette Hartlev: „Respekt og beskyttelse i sundhedsretten”, bls. 495.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.