Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 84

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 84
8 nefna tæknifrjóvgun, genalækningar og starfsemi gagna- og líf- sýnabanka, sem og öryggi lækningatækja og annarra nýrra með- ferðarmöguleika. Samandregið má segja að hugtakið heilbrigð- isréttur virðist vera að ná nokkurri fótfestu sem nokkurs konar yf- irheiti réttarsviðsins sem taki til allra þeirra viðfangsefna sem hér hafa verið nefnd.23 Í Evrópu hefur tilvist tímaritsins European Journ- al of Health Law sem stofnað var 1994 og samtakanna European Asso- ciation of Health Law sem stofnuð voru árið 2007 e.t.v. haft nokkuð að segja um þessa þróun.24 Rannsókn á fræðilegri orðræðu á Norðurlöndunum og í Evrópu (enskumælandi heimildir) varðandi skilgreiningu heilbrigðisréttar sýnir að ekki er unnt að segja að til sé einhver ein algild og óum- deild skilgreining á umfangi þessarar sérstöku undirgreinar lög- fræðinnar. Mismunandi höfundar skilgreina hana með mismunandi hætti. Í riti sínu Helserett hefur Asbjorn Kjønstad lýst því þannig að heilbrigðisréttur samanstandi af fimm höfuðþáttum: Reglum sem varði heilbrigðisstofnanir, reglum sem varði einstaka sjúkdóma eða meðferðir, reglum sem varði lyf, reglum sem varði heilbrigðisstarfs- menn og reglum sem varði sjúklinga.25 Efnistök Helle Bødker Mad- sen í ritinu Sundhedsret gefa sambærilega mynd af umfangi heil- brigðisréttar.26 Mette Hartlev telur að svið heilbrigðisréttar nái yfir verkefni og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu, eftirlit með heil- brigðisstarfsmönnum, réttindi, skyldur og ábyrgð heilbrigðisstarfs- manna og réttindi sjúklinga.27 Það einkennir reyndar nokkuð hina norrænu nálgun að umfjöllun um fjármögnun heilbrigðisþjónustu er sem slík ekki áberandi, en það helgast vitaskuld af því að í hinum norrænu velferðarsamfélögum hefur það að meginstefnu til verið hið opinbera sem veitir heilbrigðisþjónustu og fjármagnar hana í 23 Sjá t.d. Sjef Grevers: „Health Law in Europe: From the Present to the Future“ og Mart- in Buijsen: „The Concept of Health Law“. Einnig má hér vísa til bandarískra orðræðna um skilgreiningu heilbrigðisréttar, sbr. t.d. Henry T. Greely: „Some Thoughts on Academic Health Law“, Einer R. Elhauge: „Can health law become a coherent field of law?“ og Theo- dore W. Ruger: „Health Law‘s Coherence Anxiety“. 24 Þar með er ekki sagt að þeir sem enn nálgist viðfangsefnin út frá hugtakinu „lögfræði læknavísinda“ eða „lögfræði heilbrigðisþjónustu“ hafni þeirri útvíkkun viðfangsefna sem átt hefur sér stað. Í breskum rétti er t.d. enn rík hefð fyrir því að nota hugtakið „medical law“ um námskeið og kennslubækur á sviði heilbrigðisréttar, þótt áherslur hafi víkkað út með þeim hætti sem hér hefur verið lýst, sbr. t.d. Ian Kennedy og Andrew Grubb: Medical Law. 3. útg., Oxford University Press, Oxford 2006 og Andrew Grubb, Judith Laing og Jean McHale (ritstj.): Principles of Medical Law. Oxford University Press, Oxford 2010. 25 Asbjorn Kjønstad: Helserett, bls. 23. 26 Helle Bødker Madsen: Sundhedsret. Jurist og Økonomforbundets Forlag, Kaupmanna- höfn 2007. 27 Mette Hartlev: „Respekt og beskyttelse i sundhedsretten”. Í ritinu Carsten Henrichsen, Steen Rønsholdt and Peter Blume (ritstj.), Forvaltningsretlige perspektiver. Jurist og Økonom- forbundets Forlag, Kaupmannahöfn 2006, bls. 495-522, á bls. 496.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.