Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 67
 92/2010, 153/2010 og 386/2012. Að sama skapi er um erlent lán að ræða ef fjárhæð skuldbindingar er tilgreind í erlendri eða erlendum myntum í viðkomandi lánsskuldbindingu, jafnvel þó að vísað sé til jafnvirðis þeirra mynta í íslenskum krónum, sbr. mál nr. 520/2011, 551/2011, 552/2011, 524/2011 og 50/2012. Af dómaframkvæmdinni virðist mega ráða að þegar lánsfjárhæð er tilgreind með framan- greindum hætti hafi ekki sjálfstæða þýðingu við matið með hvaða hætti samningsaðilar efndu skuldbindingar sínar í raun þó vera kunni að vísað sé til framkvæmdar samnings til stuðnings niður- stöðunni, sbr. til hliðsjónar mál nr. 386/2012. Eins og rakið var í kafla 4.4 hér að framan er matið hins vegar örðugra þegar um er að ræða lánsskuldbindingar þar sem lánsfjár- hæð er tilgreind sem jafnvirði tiltekins fjölda íslenskra króna er skiptast skuli eftir ákveðnum hlutföllum í tvær eða fleiri erlendar myntir. Í slíkum tilvikum má ráða af dómaframkvæmd Hæstaréttar að tilgreining lánsfjárhæðar í þessari mynt dugi ekki ein og sér til að komast að niðurstöðu, heldur verði jafnframt í því sambandi að líta einkum til þess hvernig aðilar samningsins hafi í raun efnt hann hvor fyrir sitt leyti, sbr. mál nr. 155/2011, 3/2012 og 386/2012. Með öðrum orðum sker framkvæmd samningsins, útgreiðsla lánsfjár- hæðar og endurgreiðsla hennar, úr um það hvort skuldbinding telst vera í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Í málum nr. 603/2010, 604/2010, 30/2011, 31/2011 og 155/2011 var lánsfjárhæð t.a.m. greidd til lántaka í íslenskum krónum og niðurstaðan sú að um lán í ís- lenskum krónum væri að ræða með vísan til þess að báðir samn- ingsaðilar skyldu samkvæmt samningi efna meginskyldur sínar með greiðslum í íslenskum krónum og gerðu það í raun. Í málum nr. 332/2012, 3/2012 og 66/2012 var lánsfjárhæð á hinn bóginn greidd inn á gjaldeyrisreikning eða gjaldeyrisreikninga og niðurstaðan sú að um lán í erlendri mynt/myntum væri að ræða og jafnvel þó að lánsfjárhæðin hafi staldrað þar stutt við og verið greidd út af gjald- eyrisreikningi í íslenskum krónum.79 Líkt og áður hefur verið rakið má ráða af dómi Hæstaréttar í máli nr. 66/2012 að ekki er fortaks- laust skilyrði þess að lán teljist vera í erlendri mynt að skyldur 79 Í þeim tilvikum þegar endurgreiðslur láns hafa ekki farið fram, t.a.m. þegar um svo- nefnd hrein kúlulán er að ræða þar sem afborgun höfuðstóls og vaxta á að fara fram í einni greiðslu í lok samningstíma, og ekki er kveðið á um það með skýrum hætti í hvaða mynt eða myntum endurgreiðsla skuli fara fram, kann að vera að skilmálar viðkomandi samn- ings veiti vísbendingu í þessu efni. Ef t.a.m. er tekið fram í lánssamningi að lántaki heimili lánveitanda að skuldfæra fyrir greiðslum afborgana og vaxta af íslenskum tékkareikningi gefur það til kynna að endurgreiðslur hafi átt að fara fram í íslenskum krónum, sbr. til hlið- sjónar mál nr. 155/2011. Ef hins vegar er tekið fram að lántaki heimili að gjaldeyrisreikn- ingur, einn eða fleiri, verði skuldfærður fyrir greiðslum afborgana og vaxta eru líkur til þess að endurgreiðslur hafi átt að fara fram í erlendri mynt eða myntum, sbr. til hliðsjónar mál nr. 66/2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.