Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 59
 að framkvæmd á greiðslu lánsins, breyti ekki framangreindu eðli lánsins en bendi hins vegar til þess að málsaðilar hafi komið sér saman um að klæða lánið í búning erlends láns. 4.3.2.8 Dómur Hæstaréttar 27. september 2012 í máli nr. 50/2012 Dómur Hæstaréttar 27. september 2012 í máli nr. 50/2012 (Hótel Stykk- ishólmur) styður fyrra fordæmi réttarins í máli nr. 524/2011 (Íslands- banki). Þeir fimm hæstaréttardómarar, sem dæmdu í málinu, stað- festu einróma þá niðurstöðu héraðsdóms að lánssamningurinn, sem um ræddi, væri í erlendum myntum. Vafalaust skipti mestu um þá niðurstöðu að í texta lánssamningsins, sem um var deilt, voru fjárhæðir hinna erlendu mynta tilgreindar sérstaklega. Hrd. 50/2012 (Hótel Stykkishólmur). Hinn 25. ágúst 2004 var gerður láns- samningur milli H sem lántaka og S sem lánveitanda. Á forsíðu samnings- ins kom fram að um væri að ræða lán í erlendum gjaldmiðlum. Í inngangi samningsins kom fram að lánið væri til 10 ára að fjárhæð að jafnvirði 720.000 svissneskra franka og 62.000.000 japanskra jena. Í dómi héraðs- dóms, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna, kemur m.a. fram að eina tilgreining lánsins sé í erlendum gjaldmiðlum en hvergi í samn- ingnum sé vikið að fjárhæð skuldarinnar í íslenskum krónum. Þá segir einnig að óhætt þyki að slá því föstu að vilji lánveitanda og lántaka hafi í upphafi við samningsgerðina staðið til þess að haga skuldbindingum þannig að lánið yrði veitt í erlendum gjaldmiðlum eins og beinlínis sé tek- ið fram á forsíðu samningsins um efni hans. Þá er vísað til þess að trygg- ingabréf, sem gefið var út vegna lánsins, hafi einnig aðeins að geyma fjár- hæðir í sömu gjaldmiðlum og lánssamningurinn. Skipti þá engu þótt fram komi í yfirskrift tryggingabréfsins að það sé í íslenskum krónum bundið við vísitölu neysluverðs og þótt fjárhæð tryggingabréfsins hafi verið um- reiknuð í krónur við þinglýsingu og sé tilgreind með því móti sem áhvíl- andi veð í þinglýsingabók. Loks er tekið fram að engu breyti um þá niður- stöðu að um lán í erlendum myntum sé að ræða, hvernig hagað er orðalagi í myntbreytingarákvæði lánssamningsins né heldur það að lántaki hafi veitt lánveitanda heimild til að hlaupareikningur lántaka hjá hinum síðar- nefnda í íslenskum krónum yrði skuldfærður til greiðslu af láninu og að lántaki hafi sjálfur óskað eftir að lánið yrði afgreitt í krónum inn á sama reikning. Að öllu þessu virtu varð niðurstaðan sú að um erlent lán væri að ræða. 4.3.2.9 Dómur Hæstaréttar 25. október 2012 í máli nr. 19/2012 Lánsskuldbindingin, sem deilt var um í dómi Hæstaréttar 25. október 2012 í máli nr. 19/2012 (Lánalína), er ólík þeim sem um var deilt í fyrri dómum Hæstaréttar á þessu sviði þar sem ekki var um hefð- bundinn lánssamning að ræða. Samkvæmt fyrirsögn og efni samn- ingsins var um að ræða svonefnda lánalínu sem Glitnir Bank Lux-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.