Úrval - 01.04.1948, Page 2
Fyrirspurnir um efni.
tJrvali berast oft bréflegar eða
rnunnlegar fyrirspurnir um, hvar
sé að finna einhverja tiltekna
grein, sem birzt hafi einhvern tíma
í Úrvali, eða hvort Úrval hafi ekki
birt grein eða greinar um eitthvert
tiltekið efni. Hér verður nokkrum
slíkum fyrirspurnum svarað.
Greinar um mataræði á Islandi
og vítamínbúskap Islendinga, á-
samt töflu um vítamín- og stein-
efnamagn helztu fæðutegunda
þjóðarinnar, birtust í 6. hefti 3.
árg. og 1. hefti 4. árg. Efnið var
sótt í bókina „Mataræði og heilsu-
far á lslandi“, eftir Júlíus Sigur-
jónsson lækni. Tvær greinar urn
skírlífi: „Ástundun skírlífis" og
„Leið til skírlífis“ birtust í 2. og
3. hefti 2. árg. Grein um tónvísi
með dæmum, sem menn geta próf-
að á, hve tónvísir (músíkalskir)
þeir eru, birtist í 3. hefti 2. árg.
Bókin „Börn guðs“, sem er saga
Mormónahreyfingarinnar í Ame-
ríku i skáldsöguformi, birtist í 1.
og 2. hefti 5. árg.
Gamlir árgangar Úrvals.
Allmörg gömul hefti Úrvals eru
uppseld, en nokkur eintök eru enn
til af öðrum. Til hægðarauka
fyrir þá, sem eiga vilja Úrval frá
upphafi, en vantar eitthvað inn í,
birtum við eftirfarandi:
I. árgangur er allur uppseldur.
H. árgangur: Af honum eru 1.
og 3. hefti uppseld, en hin til í
nokkrum eintökum.
in. árgangur: 1. og 3. hefti
uppseld, hin til í nokkrum eintök-
um.
IV. árgangur: 1. hefti uppselt,
hin til í nokkrum eintökum.
V. árgangur: Fæst allur, nema
1. hefti, 4. hefti þó aðeins í örfá-
um eintökum.
VI. árgangur fæst allur, en flest
heftin aðeins í fáum eintökum.
VII. árgangur: Af honum er
komið eitt hefti, sem er uppselt
á afgreiðslunni, en væntanlega
verður eitthvað fáanlegt af því
í byrjun næsta árs.
CRVAL tímaritsgreina 1 samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16. Afgreiðsla Tjamargötu 4,
pósthólf 365, Reykjavík. Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 8,60
hvert hefti. Utanáskrift tímaritsins er: Úrval, pósthólf 365, Reykjavík.
Sent til allra bóksala á landinu, og taka þeir við áskriftum. Einnig
er ritið sent til áskrifenda, sem ekki búa i nágrenni bóksala.
CTGEFANDIi steindöbsfbent h.f.