Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 9
MYNDIR BARNA OG ÁHRIF ÞEIRRA Á NÚTÍMALIST
T
þeim: „Góði, láttu mig vera.“
Nágranninn varð vandræðaleg-
ur og baðst afsökunar. „Ég hélt
þér kærðuð yður ekki um þá,“
sagði hann. ,,Jú,“ sagði Klee,
,,ég hefi yndi af að sjá þá vaxa
og rotna.“
I sérhverri góðri mynd er líf-
rænt vaxtarmegn, sem er fólg-
ið í verkunum efniviðar og hug-
myndar málarans hvort á ann-
að. Fullorðnum tekst sjaldan að
ná þeim frjálsleik í niðurröðun
og ferskleik i litavali, sem ein-
kennir mynd barnsins. Það eru
þessir eiginleikar, samfara
þroskaðri leikni og heilsteypt-
um persónuleika, sem skapa hið
bezta í nútímalist.
Það eru margir ónotaðir
möguleikar í myndum barna. Við
skulum athuga nokkra þeirra
frá tveim hliðum — með hlut-
lægri rannsókn á eðli barnsins,
og huglægri rannsókn á barn-
inu í manninum.
Þegar við höfum unun af
börnum og verkum þeirra, er
það ekki lengur út frá því til-
finningasjónarmiði, að hér sé
um að ræða blessaða sakleys-
ingja að leikum. Við vitum nú
með vissu, að á bernskuárunum
mótast ekki aðeins skapgerð
einstaklingsins, heldur einnig
framtíð mannkynsins. Af hegð-
un barnsins má ráða hina blund-
andi möguleika mannkynsins.
Susan Isaacs orðar þetta svo
í bók sinni VitsmunaþrosJci ung-
barna: „Vitsmunaþroski birtist
í sálrænu samhengi; en þetta
samhengi er gætt fjaðurmagni
og hreyfanleik lifandi fram-
vindu, ekki rígskorðað í form
rökvíss kerfis . . . mismunandí
tegundir athafna taka fyrir-
hafnarlaust við hvor af annarri,
leikur barnsins að ,,látast“ get-
ur á hverri stundu breytzt í
raunsæja spurningu.“
Öll börn teikna og bera í sér
vísi að listamanni og skáldi. Því
miður er menntun enn að mestu
fólgin í kerfisbundnum boðum
og bönnum, í stað kerfisbund-
innar þróunar, og barnið missir
sjónar á upprunalegustu eigin-
leikum sínum. En veikt bergmál
þeirra verður þó eftir, og ef
barnið fæst við skáldskap eða
málaralist eftir að það er orð-
ið fullvaxið, er þetta bergmál
dýrmætasta eign þess. Því ein-
lægar sem maðurinn leitast við
að tjá þennan kjarna sjálfs sín,
sem þegar bezt lætur getur verið
algildur, þeim mun meir mun
hann verða knúinn til að ausa