Úrval - 01.04.1948, Side 10
8
T3RVAL
úr nægtabrunni endurminning-
anna frá bernskurárunum.
Einkenni listamannsins er, að
hæfileiki hans til að undrast og
leika sér vex með auknum þroska.
Þegar hann þroskast og öðl-
ast skiining á þeim leyndardóm-
um, sem rugluðu hann í bernsku,
finnur hann æ fleiri leyndar-
dóma í þeirra stað. Það eru
vissulega ný rannsóknarefni í
lífi mannsandans, og nýir
þroskamöguleikar; sérhver okk-
ar hefur sitt eigið svið til að
hagnýta og sérhver okkar verð-
ur að finna sína eigin aðferð til
rannsóknar og tjáningar. Mikil-
vægast af öllu er, að innsæi og
sjálfstraust glatist ekki á náms-
árunum, og að sífelít sé stuði-
að að samræmdum þroska huga
og handar, anda og líkama.
List er ekki innsæi eitt sam-
an, og ekki heldur tjáning ein
saman; hún er rannsókn. Hún
er ekki eitthvað, sem beri að
notfæra sér, miklu frekar er hún
eitthvað, sem lætur veggi alls
heimsins leysast upp. Slíkt geta.
börnin; og því meira sem við
málum, því meira mun barnið
í okkur láta til sín taka.
Framsýnn rithandasafnari.
Kvikmyndaleikarinn James Stewart var nýlegra staddur í Chi-
cago, ásamt Robert Riskin, er gerði myndina ..Töfraboginn',
sem Stewart lék í. Maður nokkur kom til þeirra þar sem þeir
sátu í veitingastofu og bað Stewart að skrifa nafnið sitt fyrir
sig. Stewart féllst á það, og maðurinn sagði: „Viljið þér skrifa
nafnið yðar á matseðilinn handa börnunum mínum. Þau heita
Michael, Dennis, Terence og Theresa."
Stewart skrifaði nöfnin og spurði manninn, hve gömul bömin
væru.
„Michael er sex ára, Dennis fjögra, Terence tveggja," sagði
maðurinn," en Theresa er ekki fædd enn."
— Leonard Lyons í „Magazine Digest."