Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 12
10
•CRVAL
áhrif, því að þá er það sjálfur
grundvöllur hjónabandsins, sem
er að bila.
Samt verður ekki hjá því
komizt að álykta, að hjónum, sem
eiga saman á kynferðissviðinu,
veitist auðveldara að forðast þá
mörgu erfiðleika, sem samlíf
tveggja manneskja gefur óhjá-
kvæmilega tilefni til. Það er
eins og slík hjón eigi hægra með
að umbera galla hvors annars,
mýflugurnar verða ekki að úlf-
öldum og þrumuveðrið breytist
fljótt í sólskin.
Jafnvíst er hitt, að erfiðleik-
ar á kynferðissviðinu gefa til-
efni til ertingar og aðfinnslu-
semi, og á þetta einkum við um
konur, sem njóta ekki kynferðis-
legrar fullnægingar. Það er eins
og þær sjái allt í einu alla galla
eiginmannsins. Talsmáti hans,
borðsiðir, jafnvel meinlaus
athugasemd er misskilið og gef-
ur tilefni til stöðugrar óánægju
og gremju.
Margir eiga erfitt með að
skilja, að kynferðislífið geti
valdið svo margvíslegum erfið-
leikum. Þeir álíta, að hér sé ekki
um að ræða annað en náttúrlega
hvöt, og að því hljóti að vera
auðvelt að fullnægja henni eins
og öðrum náttúrlegum hvötum.
En það má ekki gleymast, að
kynferðislíf mannsins er ná-
tengt öllu því, sem til samans
skapar persónuleikann, en
hann mótast aftur af meðfædd-
um eiginleikum, uppeldi og fé-
lagslegum aðstæðum.
Óendanlega margt kemur til
greina einmitt á sviði kynferðis-
lífsins. Við vitum, að kynferðis-
líf sumra manna er svo óbrotið
og frumstætt, að þeim er raun-
verulega alveg sama, hver mak-
inn er, ef hann er aðeins af
gagnstæðu kyni; á hinn bóg-
inn er kynferðislíf annarra
manna svo fíngert og sér-
þroskað, að þeir eiga mjög
erfitt með að finna sér maka,
sem fullnægi kröfum þeirra. Em
á milli þessara öfga er allur
þorri manna, sem hefur nokkurn
veginn eins þroskaða þörf fyrir
líkamlega og andlega fullnæg-
ingu.
En þó að þannig sé ástatt,
sýnir reynslan, að oft er erfitt,
jafnvel fyrir andlega og líkam-
lega heilbrigt fólk, að öðlast
samræmi í hjónabandslífi, eink-
um á sviði kynferðislífsins.
Það er auðvitað miklum vand-
kvæðum bundið að fá áreiðan-
legar upplýsingar um, hvemig
raunverulega er ástatt í kyn-