Úrval - 01.04.1948, Page 13
UM ERFIÐLEIKA 1 SAMLÍFI HJÓNA
11
ferðislífi nútímahjónabanda.
Ýmsir sérfræðingar fullyrða t.
d., að meira en helmingur giftra
kvenna hljóti ekki kynferðislega
fullnægingu, en það er erfitt að
sannreyna slíkar tölur, því að
mikið er undir spyrjandan-
um komið, hvaða svar hann fær,
og hvaða skilning hann leggur í
hugtakið kynferðisleg fullnæg-
ing.
Allir eru þó sammála um,
að sjaldgæfara sé, að karlmenn
hljóti ekki fullnægingu á þessu
sviði en konur, og á það sér
sennilega bæði líkamlegar og
andlegar orsakir. Algengasta
orsök þess, að konur hljóti ekki
fullnægingu virðist vera hin
sama í öllum löndum, að
minnsta kosti í hinum svo-
nefndu menningarlöndum — þar
sem kynferðismenningin er ef
til vill á miklu lægra stigi en hjá
hinum svonefndu ómenntuðu
þjóðum.
Konurnar kvarta yfir, að
eiginmennirnir vanræki hina
andlegu hlið kynferðislífsins.
Undir þessa kvörtun get ég sem
læknir tekið. Þær mörgu konur,
sem ég hef talið við um þessi
mál, sakna einhvers, og þetta
eitthvað er andlegt samband við
manninn, andlegur undirbúning-
ur, sem byrjar í hinu daglega
hversdagslífi með sameiginleg-
um tilfinningum og áhugamál-
um, sem hjónin ræða sín á milli,
þannig að konan finni, að mað-
urinn láti sig einhverju skipta
hugsanir hennar og dagleg
vandamál. Á þann hátt verður
aðdragandinn að hinni kynferð-
islegu sameiningu jafn og eðli-
legur. Aftur á móti hafa skyndi-
leg umskipti frá afksiptaleysi til
ástríðuofsa lamandi áhrif á hin-
ar kynferðislegu tilfinningar
konunnar.
Kynferðisfullnæging konunn-
ar er fyrst og fremst andlegs
eðlis, og svo virðist oft sem
hinn líkamlegi þáttur sé aðeins
smiðshöggið. Oscar Wilde segir
einhvers staðar: „Maðurinn
elskar með augunum, konan
með eyrunum.“
Almennt mun mega segja, að
hin andlega hlið skipti meira
máli fyrir konuna en karlmann-
inn. Margar svonefndar fjör-
lausar — þ. e. kyndaufar —-
konur, eru kynferðislega norm-
alar, en þær hafa verið svo ó-
heppnar að giftast mönnum,
sem hafa ekki lag á að fullnægja
þeim. Fjörleysi af þessu tagi er
mjög algengt og á mikinn þátt
í að spilla hjónaböndum og um