Úrval - 01.04.1948, Síða 15
UM ERFIÐLEIKA 1 SAMLlFI HJÓNA
13
oft næsta tilviljunarkennt eða
stjómast af sjónarmiðum, sem
imgmennið er vaxið upp úr eftir
nokkur ár. Frá sálfræðilegu-
sjónarmiði er það ekki hættu-
laust, að fólk giftist mjög ungt.
Óskadraumur 17 ára gamallar
stúlku um mannsefni á jafnan
fyrir sér að breytast og verða
allur annar eftir nokkur ár.
Flestar konur vænta þess, að
maðurinn hafi frumkvæðið á
sviði kynferðislífsins, og að
hann búi yfir nokkurri reynslu
í því efni, og hún verður oft
fyrir vonbrigðum, ef hannskort-
ir þekkingu og getu til að full-
nægja henni. Læknirinn verður
þá að leitast við að uppfræða
báða aðila eða vísa þeim á
heppilegar bækur um kynferðis-
mál. En þá getur orðið fyrir nýr
ásteytingarsteinn. Ef maðurinn
breytir aðferð sinni, flýgur kon-
unni í hug: þetta hefur hann
lært hjá lækninum, eða: þetta
stendur á bls. 107 í Ástalífi
hjóna — og þá slokknar neist-
inn, því að þáð er einmitt hin
ósjálfráðu viðbrögð, sprottin af
tilfinningum líðandi stundar,
sem glæða ásthneigðina.
Það er furðulegt, hve víða
gætir algers þekkingarleysi á
hinni andlegu hlið kynferðislífs-
ins. Sannleikurinn er sá, að
kyndeyfð (impotence) karl-
manna á sér oft sálrænar orsak-
ir, þeir hafa orðið fyrir von-
brigðum í kynferðislífi sínu. Al-
gengustu orsakir er ótti, og
þessi ótti er raunverulega sama
eðlis og prófskrekkur. Ef mann-
inum tekst ekki í eitt skipti að
ljúka samförum, getur það or-
sakað kyndeyfð, og er sú orsök
auðvitað sálræns eðlis. Ef hann
sigrast á óttanum er björninn
unninn. Flestir menn verða
beygðir og óánægðir, ef þeir
mæta erfiðleikum í kynferðis-
lífinu. Oftast eru slíkir erfið-
leikar stundarfyrirbrigði —
tíðum byrjunarörðugleikar —
og er þá mikið undir komið, að
konan sýni manninum skilning
og umburðarlyndi, svo að hann
geti aftur öðlazt traust á sjálf-
um sér og þá um leið kynferðis-
lega heilbrigði.
Skilningslaus kona getur aft-
ur á móti gert óbætanlegt tjón.
Sem betur fer hafa flestar kon-
ur réttan skilning á þessu, en
það er meira en sagt verður um
karlmennina, þegar um er að
ræða erfiðleika konunnar í kjm-
ferðislífinu. I því efni eiga þeir
margt ólært; þó ber þess að
minnast, að það er ekki illvilji,